Þeir sem óska eftir því að fá að skoða heimilið er bent á að hafa samband við Helgu Hjálmarsdóttur í síma 664-9589 eða í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vinsamlegast athugið að þar sem Hrafnista er heimili þeirra sem þar dvelja er ekki hægt að skoða nema bóka tíma.
Inntaka íbúa á Hrafnistu Hlévangi fer fram í gegnum færni- og heilsumatskerfi Landlæknisembættisins.
Umsókn um færni- og heilsumat
Sjá reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrými
Hugmyndafræði
Hrafnista í Reykjanesbæ, bæði Hlévangur og Nesvellir, eru rekin eftir danskri hugmyndafræði Lev og bo. Rík áhersla er lögð á sjálfsákvörðunarrétt og þátttöku íbúa. Starfsfólk og íbúar vinna saman við að skapa heimilislegt, hlýlegt og virkt samfélag og starfsmenn taka það besta frá sjálfstæðri búsetu og sameina það öryggi hjúkrunarheimilis. Starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa heimilislegt, hlýlegt og virkt samfélag. Hugmyndafræði Lev og bo kemur fram í mörgum þáttum í hönnun húsnæðisins í Kópavogi, hún birtist m.a. í því að stoðeiningar heimilisins, s.s. starfsmannaaðstaða, aðstaða fyrir félagsstarf, dagvistun, iðjuþjálfun og endurhæfingu ásamt ýmsu fleiru í starfsemi hjúkrunarheimila, eru ekki staðsettar á sjálfu heimilinu, heldur í þjónustumiðstöð sem er í sérbyggingu samtengdri húsnæði Hrafnistu.