Top header icons

Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

Hrafnista Boðaþing í Kópavogi tók til starfa í mars árið 2010. Sjómannadagsráð rekur heimilið líkt og önnur Hrafnistuheimili. Aðstaðan er framúrskarandi í  rólegu og friðsælu umhverfi rétt við Elliðavatn í Kópavogi. Áfast við hjúkrunarheimilið er þjónustumiðstöðin Boðinn sem Kópavogsbær rekur.  Þessi samrekstur gerir að verkum að heimilismenn geta notið alls hins besta sem í boði er í þjónustu við aldraða.  Einnig er innangengt í öryggis- og þjónustuíbúðir sem Naustavör dótturfyrirtæki Sjómannadagsráðs rekur.

Þeir sem óska eftir því að fá að skoða heimilið er bent á að hafa  samband við Anný Láru Emilsdóttur í síma 531-4010 eða í netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Vinsamlegast athugið að þar sem Hrafnista er heimili þeirra sem þar dvelja er ekki hægt að skoða nema bóka tíma. 

 

Inntaka íbúa á Hrafnistu Boðaþingi fer fram í gegnum færni-  og heilsumatskerfi Landlæknisembættisins.

Umsókn um færni- og heilsumat
Sjá reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrými


Hugmyndafræði

Hrafnista Boðaþing er rekin eftir danskri hugmyndafræði Lev og bo. Rík áhersla er lögð á sjálfsákvörðunarrétt og þátttöku íbúa. Starfsmenn taka það besta frá sjálfstæðri búsetu og sameina það öryggi hjúkrunarheimilis. Starfsfólk og íbúar vinna saman  að því að skapa heimilislegt, hlýlegt og virkt samfélag. Hugmyndafræði Lev og bo kemur fram í mörgum þáttum í hönnun húsnæðisins í Kópavogi, hún birtist m.a. í því að stoðeiningar heimilisins, s.s. starfsmannaaðstaða, aðstaða fyrir félagsstarf, dagvistun, iðjuþjálfun og endurhæfingu ásamt ýmsu fleiru í starfsemi hjúkrunarheimila, eru ekki staðsettar á sjálfu heimilinu, heldur í  þjónustumiðstöð sem er í sérbyggingu samtengdri húsnæði Hrafnistu.

Inntaka íbúa á Hrafnistu í Boðaþingi  fer fram í gegnum færni-  og heilsumatskerfi Landlæknisembættisins.

Umsókn um færni- og heilsumat

Sjá reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrými


Aðstaðan

Við hönnun og uppbyggingu á Hrafnistuheimilinu í Boðaþingi er mikið horft til Lev og bo. Að auki var leitað  í smiðju Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Einnig voru önnur öldrunarheimili á Íslandi skoðuð svo og rannsóknir og kenningar í öldrunarfræðum. Á heimilinu í Kópavogi eru 44 íbúar á 4 deildum.  Öll herbergi eru einbýli. Hvert herbergi er um 35 fermetrar, sameiginlegt svefnherbergi og stofa auk baðherbergis og eldhúskróks, þar sem er innrétting með ísskáp og vaski en einnig er  þar að finna sjúkrarúm, náttborð og fataskáp á hjólum, gardínukappa og rúllugluggatjöld. Einnig er á herbergjunum öryggiskallkerfi, tengingar fyrir síma, sjónvarp og tölvu. Heimilismenn útvega síðan sjálfir annan húsbúnað og gluggatjöld ef þeir óska eftir að gera heimili sitt ennþá heimilislegra. 

b_370_236_16777215_00_images_hrafnistakopavogi_kop2.jpegb_370_238_16777215_00_images_hrafnistakopavogi_kop3.jpeg
b_370_225_16777215_00_images_hrafnistakopavogi_kop4.jpeg
b_370_252_16777215_00_images_hrafnistakopavogi_kop1.jpeg
b_370_245_16777215_00_images_hrafnistakopavogi_kop5.jpeg
Í hverju herbergi sem er um 35 fm er:

     Sjúkrarúm, náttborð og fataskápur á hjólum  
     Gardínukappar og rúllugluggatjöld  
     Öryggiskallkerfi  
     Tengingar fyrir síma, sjónvarp og tölvu  
     Eldhúskrókur og lítill ískápur  
     Salerni ásamt sturtu. 

Heimilismenn útvega sjálfir annan húsbúnað og gluggatjöld ef þeir óska þess.  
 


Sameiginlegt rými
hk-samrymi1.jpghk-samrymi2.jpg
hk-samrymi3.jpghk-samrymi4.jpg

 

 
 
 

Til baka takki

Fótur - kpv

 Hrafnista Boðaþing ~ Sími 531 4000 (skiptiborð svarar milli kl. 8:00-16:00) ~  Boðaþingi 5-7 ~ 203 Kópavogi ~ 480210-2040 ~ hrafnista@hrafnista.is

 

 

 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur