Top header icons

Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

Graphic buttons - for frontpage (new)

Laugarás - ReykjavíkHraunvangur - HafnarfirðiBoðaþing - KópavogiNesvellir - Reykjanesbæ
Hlévangur - ReykjanesbæÍsafold - GarðabæSkógarbær - ReykjavíkSléttuvegur - Reykjavík

 

 

b_125_151_16777215_00_images_starfsfolk_karen.jpeg

Karen Anna Sævarsdóttir er tvítug stúlka úr Mosfellsbænum sem útskrifaðist úr Menntaskólanum við Sund í lok maí. Karen Anna kom til starfa í annað sinn á Hrafnistuheimilunum í sumarvinnu.

,,Ég sótti um starf á Hrafnistu fyrir sumarið 2014 og vann á deildum A3 og A4 sem eru heilabilunardeildir og heita núna Engey og Viðey. Síðastliðið sumar var ein besta lífsreynsla sem ég hef fengið. Vinnan á Hrafnistu er mjög gefandi og það var alltaf gaman í vinnunni þar sem enginn dagur er eins. Vinnan reynir á mann tilfinningalega en snýr að því að aðstoða heimilismenn í því að líða vel með því að vekja glaðværð hjá þeim með hlátri, gleði og góðri nærveru. Ég var því afskaplega glöð þegar ég fékk aftur sumarstarf hjá Hrafnistu  og gat varla beðið eftir því að byrja að vinna þarna aftur með þessu frábæra starfsfólki, heimilismönnum og ekki má gleyma góða mötuneytinu/kaffiteríunni." segir Karen Anna. 


 

b_125_150_16777215_00_images_starfsfolk_telma2.jpeg
 
Thelma Eyfjörð Jónsdóttir er það sem virkilega heillar mig við Hrafnistu er sú hugsun sem viðgengst, það er að við komum fram við náungan eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Það er gríðarleg virðing og umhyggja borin fyrir hinum aldraða og allt gert til að hafa þetta eins heimilislegt og mögulegt er  og sem minnst stofnanalegt sem er svo gríðarlega nauðsynlegt til að hinum aldraða líði sem best.
Ég tel að mitt nám nýtist gríðalega vel á Hrafnistu því ég fæ möguleika á að vinna með einstaklinga og vinna með þær kenningar sem ég hef lært um í náminu.
Starfsandinn skemmir ekki fyrir þar sem hann er frábær!
 

b_125_168_16777215_00_images_starfsfolk_valgerdur2.jpeg

Valgerður Dís Gunnarsdóttir er búin með 2 ár í félagsráðgjöf og var ráðin í sumar til að leysa af samskiptafulltrúann og einnig leysir hún félagsráðgjafann af síðari hluta sumars.
 
,,Starf mitt sem samskiptafulltrúi er gríðarlega lærdómsríkt og krefst hæfni í mannlegum samkiptum sem hentar vel náminu mínu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Ég hef lært mikið á þeim stutta tíma sem ég hef unnið á Hrafnistu og er hver dagur ólíkur þeim næsta. Andrúmsloftið á Hrafnistu er gott hjá bæði starfsfólki og heimilisfólki sem skilar sér í einstaklega góðum vinnustað." segir hún. 

 

 
 
 
 
 
 
 
 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur