Top header icons

Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook
Viðey dagþjálfun á Hrafnistu í Laugarási tók til starfa 6. maí 2019. 
Dagþjálfun er ætluð fyrir einstaklinga með heilabilun og er deildin með leyfi fyrir 30 einstaklinga á degi hverjum.
Tilgangurinn með dagþjálfun er að styðja fólk til þess að geta búið sem lengst heima, viðhalda og/eða auka færni, rjúfa félagslega einangrun og létta undir með aðstandendum.
Dagþjálfun felst m.a. í samverustundum, þar sem boðið er upp á upplestur, söng, félagsstarf ýmis konar, göngutúra, leikfimisæfingar, handavinnu og máltíðir svo að eitthvað sé nefnt.
Hjúkrun, umönnun og læknisþjónusta er veitt eftir þörfum einstaklings. 
Starfsfólk deildarinnar leggur mikla áherslu á að eiga gott samband við aðstandendur skjólstæðinga sinna.
 
Deildarstjóri á Viðey dagþjálfun er Elínborg Jóna Ólafsdóttir. Netfangið hennar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  
 
Símanúmer deildarinnar er 585 9501. 
 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur