Fréttasafn

Afmælishátíð á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

 

Afmælishátíð Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði var haldin  fimmtudaginn 2. júlí en þá fagnaði heimilið 43. ára afmæli sínu. Af því tilefni var m.a. boðið upp á þjóðarrétt Hrafnistu, kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi, í hádeginu. Ragnheiður Gröndal söngkona og Guðmundur Pétursson gítarleikari fluttu nokkur falleg lög við mikinn fögnuð viðstaddra.

 

Lesa meira...

Heimsóknavinur Rauða krossins á Hrafnistu Skógarbæ

 

Hundurinn Lúkas heimsótti íbúa í Hrafnistu Skógarbæ á dögunum og vakti það mikla lukku. Hann er svissneskur fjallahundur og starfar hjá Rauða krossinum. Lúkas ætlar að heimsækja Hrafnistu Skógarbær vikulega næstu vikurnar og gleðja íbúana með nærveru sinni.

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Laugarási

 

Anna María Einarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Lækjartorgi Hrafnistu Laugarási. Anna María útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá HA árið 2004 og sem viðskiptafræðingur frá USA árið 1997. Hún hóf störf 1. júlí 2020.

Við bjóðum Önnu Maríu velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Mikilvægar upplýsingar til aðstandenda og þeirra sem hafa hug á að heimsækja Hrafnistuheimilin

 

Neyðarstjórn Hrafnistu fundaði í gær tengt viðbrögðum vegna hópsýkingar á höfuðborgarsvæðinu af völdum COVID-19 sem barst erlendis frá. Neyðarstjórnin minnir fólk á að ekki megi sofna á verðinum við COVID og vill koma mikilvægum upplýsingum á framfæri til þeirra sem hafa hug á að heimsækja Hrafnistuheimilin:

Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensulík einkenni, s.s. hósta, hita, bein- og vöðvaverki.

Ekki koma í heimsókn ef það eru minna en 14 dagar síðan þú komst erlendis frá (jafnvel þó landamæraskimun hafi verið neikvæð).

Ekki koma í heimsókn ef þú hefur nýlega umgengist aðila í sóttkví eða einangrun vegna COVID.

Vinsamlega haldið heimsóknarfjölda í lágmarki og dveljið inni á íbúð íbúa, gott væri að takmarka fjölda þeirra sem koma í heimsókn hverju sinni við 1-2 einstaklinga.

 

Kærar þakkir fyrir tillitsemina,

Neyðartjórn Hrafnistu

 

STOPP - COVID 19 SOFNUM EKKI Á VERÐINUM!

Lesa meira...

Hámarksfjöldi einstaklinga sem safnast má saman í einu rými

 

Frá 15. júní hefur orðið enn frekari tilslökun á þeim fjölda fólks sem má koma saman á hverjum stað í þjóðfélaginu. Sá fjöldi fór úr 200 manns í 500 manns. Þau tilmæli höfðu áður komið frá sóttvarnarlækni að hjúkrunarheimilin miðuðu við að færri gætu komið saman, en almennt í þjóðfélaginu.

 

Neyðarstjórn Hrafnistu tilkynnir hér með að sá hámarksfjöldi sem má koma saman í hverju rými sé 300 manns.

Við leggjum áfram mikla áherslu á mikilvægi handþvottar og handsprittunar og biðjum þá sem eru með einkenni s.s. vægt kvef, hálssærindi, hósta, hita, mæði, höfuðverk eða beinverki og slappleika eða einhver önnur einkenni um veikindi að koma ekki þar sem fólk safnast saman á heimilunum.

 

Lesa meira...

Heimsóknarreglur á Hrafnistu í tengslum við nýjar sóttvarnarráðstafanir Landlæknisembættisins

Á dögunum sendi neyðarstjórn Hrafnistu frá sér eftirfarandi tilkynningu til íbúa og aðstandenda Hrafnistuheimilanna.

 

Nýjar sóttvarnarráðstafanir og leiðbeiningar frá sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins tóku gildi í samfélaginu 15. júní síðastliðinn tengt því að farið var að skima fyrir COVID-19 á landamærum Íslands. Sóttvarnarsvið landlæknis hefur mælst til þess að settar verði ákveðnar reglur um heimsóknir ættingja sem koma erlendis frá á hjúkrunarheimili til að tryggja eins og kostur er að verja þann viðkvæma hóp einstaklinga sem býr á heimilunum.

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur fundað vegna þessa og vill koma neðangreindum upplýsingum á framfæri til ykkar. Mikilvægt er að hafa í huga að við verðum áfram að gæta fyllstu varúðar vegna COVID-19

Við bendum á eftirfarandi heimsóknarreglur:

Ættingjar og aðrir gestir sem hafa verið erlendis:

  • Komi EKKI í heimsókn til íbúa á Hrafnistuheimilunum í 14 daga frá komu til landsins.
  • Þótt COVID-19 sýnataka á landamærum hafi verið neikvæð hefur reynslan sýnt að smit geta greinst eftir sýnatöku.

Það er mikilvægt að hafa í huga að baráttan gegn COVID-19 er ekki unnin og smitum getur fjölgað mjög hratt eins og reynslan hefur kennt okkur. Ef það gerist þurfa heimilin að grípa aftur til ákveðinna aðgerða og takmarkana.

 

Kær kveðja,

Neyðarstjórn Hrafnistu

 

Bréf Neyðarstjórnar Hrafnistu til íbúa og aðstandenda

 

Lesa meira...

Kvennahlaup ÍSÍ á Hrafnistuheimilunum

 

Undanfarnar vikur hefur Kvennahlaup ÍSÍ farið fram á Hrafnistuheimilinum líkt og mörg undanfarin ár. Á Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ fór kvennahlaupið fram fimmtudaginn 11. júní. Þá ætluðu íbúar og starfsfólk að ganga hringinn í kringum Nesvelli sem þeirra framlag í kvennahlaupinu og vonuðust að sjálfsögðu eftir góðu og skaplegu veðri. Það varð það því miður ekki svo heldur ringdi í Reykjanesbænum þennan dag og því var brugðið á það ráð að fara í göngutúr innan dyra. Um 25 íbúar tóku þátt að þessu sinni og til stendur að halda áfram göngu utandyra í sumar þegar vel viðrar.  

Á Hrafnistu Skógarbæ fór kvennahlaupið fram mánudaginn 15. júní. Gengið var hringinn í kringum Skógarbæ eða samtals 900 metra og tóku 25 íbúar þátt í göngunni. Eftir gönguna var boðið upp á hressingu.  

Kvennréttindadaginn 19. júní fór kvennahlaupið fram á Hrafnistu í Laugarási, Hlévangi Reykjanesbæ og Ísafold í Garðabæ.

Í Laugarási var kvennahlaupinu fléttað saman við sumargleði í garðinum. Þrátt fyrir að sólin væri eitthvað hlédræg lét heimilisfólk engan bilbug á sér finna og margir mættu í hlaupið. Kokkarnir sáu svo um að grilla pylsur ofan í mannskapinn og sumargleði ríkti meðal íbúa og starfsmana.

Á Hlévangi í Reykjanesbæ var genginn hringur frá Hlévangi, um Ásabrautina og til baka á Hlévang. Hópurinn gekk framhjá fallegum garði á Ásabrautinni og allir nutu þess að skoða fallegu sumarblómin. Í lokin var öllum boðið upp á ís.

Á Ísafold í Garðabæ tók hópur fólks þátt í kvennahlaupinu og nutu góðrar útiveru og samveru. Í lokin var svo boðið upp á hollar veitingar.

 

Lesa meira...

Síða 1 af 133

Til baka takki