Top header icons

COVID spurt og svarað Hrafnista á Facebook
 

Bleiki dagurinn á Hrafnistuheimilunum föstudaginn 11. október

Í dag föstudaginn 11. október er Bleiki dagurinn í hávegum hafður líkt og undanfarin ár á öllum Hrafnistuheimilunum. Búið er að færa heimilin í bleikan búning með því að skreyta með ýmsu bleiku og var heimilisfólk og starfsfólk hvatt til að taka þátt og klæðast einhverju bleiku í dag.

Á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ var starfsfólki boðið upp á dekur í tilefni dagsins og Helga Björk Jónsdóttir djákni á Ísafold lét eftirfarandi orð falla eftir daginn:

„Yndislegt að mæta til vinnu í morgun og vera leidd beint í dekur og fá að byrja bleika daginn á paraffín vaxi fyrir hendur og heitum bakstri á axlir. Dekur er eitthvað sem við konur getum fært hver annari til þess að sýna væntumþykju og stuðning. Þennan október erum við minntar á að við erum aldrei einar og að við stöndum saman. Á Ísafold var dekrað án afláts í dag.“
#bleikuroktóber #djáknastarfið #bleikurkragi #fyrirþærsembörðust #aldreiein

 

Meðfylgjandi eru myndir sem starfsfólk hefur tekið hér og þar á Hrafnistuheimilunum okkar í Laugarási og Skógarbæ í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Reykjanesbæ í dag.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur