Top header icons

COVID spurt og svarað Hrafnista á Facebook
 

Vegna umfjöllunar um sýkingar á Hrafnistu Hraunvangi

default
b_250_250_16777215_00_images_frettir_2019_hafnarfjordur_heimili_innri.jpeg

 

Eins og margir vita þá hafa nokkrir íbúar og starfsmenn Hrafnistu í Hraunvangi verið að veikjast síðustu daga, flestir með niðurgang og/eða uppköst.

Það virðist vera orðið nokkuð árviss viðburður að magapest leggist á landsmenn á þessum árstíma og eru hjúkrunarheimilin alls ekki undanskilin enda margir sem eiga leið um og nándin er mikil og því er smitleið auðveld. Þegar upp kemur grunur um Noro-veirusýkingu, eða aðra smitsjúkdóma, virkjum við eins fljótt og mögulegt er sýkingavarnaráætlun Hrafnistu. Það ferli er undir markvissri stjórn sýkingavarnastjóra Hrafnistuheimilanna og er markmiðið að reyna að draga sem fyrst úr útbreiðslu sýkingar.

Það vekur jafnan athygli þegar upp kemur sýking á stórri heilbrigðisstofun eins og Hrafnistuheimilunum og því fáum við oft umfjöllun í fjölmiðlum þegar það gerist.

Mikilvægast af öllu er að allir hjálpist að og fylgi sýkingavarnaráætlun svo þetta gangi sem fyrst yfir.

Við viljum nota tækifærið og hrósa starfsfólki fyrir skjót og markviss vinnubrögð í þessu máli og íbúum og aðstandendum þeirra fyrir skilninginn. Það er alltaf álag þegar svona pest er í gangi og ekki síður þar sem margir starfsmenn eru einnig frá vegna veikinda.

Vonandi fer starfsemin sem fyrst í eðlilegan farveg og eigum við von á að það gerist innan fárra daga.

 

Pétur Magnússon, forstjóri

Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur