Top header icons

Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Ísafold

 

Þorrablót Hrafnistu Ísafoldar fór fram í hádeginu á bóndadaginn 24. janúar. Borðin svignuðu undan kræsingum, salurinn var fallega skreyttur og starfsmenn gengu um beina í fallegum þjóðbúningasvuntum og með skotthúfur. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson héldu tónleika yfir borðhaldi við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá fluttu þau: Minni karla og minni kvenna, þorraþræl og fleiri lög sem tengjast hátíðinni. Allir karlmenn fengu rós í tilefni dagsins, en um 120 manns mættu á blótið þannig að það var þétt setinn bekkurinn. Bestu þakkir eru færðar til allra sem komu að þessum fallega degi.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur