Fréttasafn

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Sléttuvegi

Lesa meira...

 

Elsa Björg Árnadóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Sléttuvegi. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc frá Háskóla Íslands árið 2017. Hún vann á Kvennadeild Landspítalans í eitt ár með námi en hún hefur starfað á Hrafnistu Hraunvangi frá árinu 2013 í aðhlynningu, sem hjúkrunarnemi og sem hjúkrunarfræðingur frá útskrift.

Við óskum Elsu Björgu innilega til hamingju með stöðuna og bjóðum hana hjartanlega velkomna í stjórnendahóp á Hrafnistu Sléttuvegi.

 

Lesa meira...

Sigrún Alda Kjærnested ráðin deildarstjóri í borðsal á Hrafnistu Sléttuvegi.

Lesa meira...

 

Sigrún Alda Kjærnested hefur verið ráðin sem deildarstjóri í borðsal á Hrafnistu Sléttuvegi.

Sigrún útskrifaðist sem hárgreiðslumeistari frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1986 og vann sem slíkur til ársins 2000. Starfaði hún sem skólaliði og á leikskóla og vann við ýmis veilsuþjónustustörf. Var hún þjónustustjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar í 6 ár en hóf störf hjá Hrafnistu árið 2012 og tók við sem deildarstjóri borðsals á Hrafnistu í Laugarás það sama ár.

Við óskum Sigrúnu til hamingju með stöðuna og bjóðum hana hjartanlega velkomna til liðs við starfsmannahópinn á Hrafnistu Sléttuvegi.

 

Lesa meira...

Allraheilagramessa á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Sunnudaginn 3. nóvember sl. var Guðsþjónusta haldin í samkomusalnum í Helgafelli á Allraheilagramessu sem er þakkar og minningardagur þeirra sem látin eru.  Í messunni söng Anna Sigríður Helgadóttir mezzósópran eftirminnilega fallegu lögin Allsherjar Drottinn og Hvert örstutt spor. Anna Sigríður hefur tekið þátt í margskonar tónlistarflutningi, eins og einsöngstónleikum, óperu og óperettuuppfærslum, gospeltónleikum og djasstónleikum. Hún hefur komið víða fram, bæði hér heima og einnig erlendis. Söngfélaganir Jón Helgason, Þórunn Guðmundsdóttir og Kristín Guðjónsdóttir leiddu safnaraðarsöng. Kristín las einnig ritningarlestur. Organisti var Bjartur Logi Guðnason. Sr. Svanhildur Blöndal prédikaði og þjónaði fyrir altari.

 

Lesa meira...

Málþing – Annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu

Lesa meira...

Þriðjudaginn 12. nóvember nk. standa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands fyrir málþingi sem ber heitið Annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Málþingið verður haldið á hótel Reykjavík Natura kl. 13.30 – 16.00.

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

 

Dagskrá málþingsins má skoða með því að smella hér

 

 

Lesa meira...

Yfirlýsing frá Hrafnistu vegna opinberrar umfjöllunar um andlát íbúa á Hrafnistu Hraunvangi

default
Lesa meira...

 

Í tilefni opinberrar umfjöllunar um málefni íbúa á Hrafnistu í Hraunvangi í Hafnarfirði, sem lést 31. október og fjallað hefur verið um á samfélagssíðu aðstandanda á Facebook, vill Hrafnista taka eftirfarandi fram:

Vegna þagnarskyldu getum við ekki tekið þátt í opinberri umræðu um málefni einstakra íbúa okkar. Okkur þykir mjög miður að heyra af upplifun viðkomandi ættingja varðandi andlátið. Hins vegar er mjög mikilvægt að fram komi að sú upplifun er ekki lýsing á raunverulegri atburðarás. Andlát ber að með mismunandi hætti og ráða þar margir mismunandi þættir, m.a. líkamlegt ástand. Andlát nákomins ættingja geta einnig verið afar erfið aðstandendum. Hrafnista ber fulla virðingu fyrir tilfinningum aðstandenda og íbúa og reynir heilbrigðisstarfsfólk sitt allra besta til að umgangast alla af fyllstu nærgætni. Í því tilviki sem hér er gert að umtalsefni var verk- og gæðaferlum fylgt af vakthafandi heilbrigðisstarfólki Hrafnistu og gætt var samráðs við íbúa og aðstandendur í ferlinu. Samkvæmt verkferlum verður send tilkynning um málið til Embættis landlæknis.

Hrafnista harmar fréttaflutning af málinu og hvetur fjölmiðla til að sýna vönduð vinnubrögð og nærgætni í málum sem þessum.

 

Pétur Magnússon,

forstjóri Hrafnistuheimilanna

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðarhjúkrunarstjóri gæðamála á Hrafnistu Skógarbæ

Lesa meira...

 

Rebekka Björg Örvar hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarhjúkrunarstjóri gæðamála á Hrafnistu Skógarbæ frá 1. febrúar 2020. Rebekka Björg útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá HÍ árið 2014 og starfaði eftir útskrift á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri og síðan sem yfirhjúkrunarfræðingur á HVE Ólafsvík. Haustið 2015 hóf hún störf á Hrafnistu í Boðaþingi og starfaði þar sem hjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri og deildarstjóri til vorsins 2018. Rebekka hefur starfað á Læknastöðinni Glæsibæ, miðstöð meltingalækninga frá því í apríl 2018.

 

Við bjóðum Rebekku hjartanlega velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Laufey Sigmarsdóttir tekur við stöðu deildarstjóra dagdvalar á Hrafnistu Hraunvangi

Laufey Sigrún Sigmarsdóttir
Lesa meira...

Laufey Sigrún Sigmarsdóttir hefur tekið við stöðu deildarstjóra dagdvalar Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, á meðan Alma Ýr Þorbergsdóttir fer í fæðingarorlof.

Laufey útskrifaðist sem sjúkraliði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2011, hún hóf störf á Hrafnistu árið 2014.

Við bjóðum Laufeyju hjartanlega velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Vegna umfjöllunar um sýkingar á Hrafnistu Hraunvangi

default
Lesa meira...

 

Eins og margir vita þá hafa nokkrir íbúar og starfsmenn Hrafnistu í Hraunvangi verið að veikjast síðustu daga, flestir með niðurgang og/eða uppköst.

Það virðist vera orðið nokkuð árviss viðburður að magapest leggist á landsmenn á þessum árstíma og eru hjúkrunarheimilin alls ekki undanskilin enda margir sem eiga leið um og nándin er mikil og því er smitleið auðveld. Þegar upp kemur grunur um Noro-veirusýkingu, eða aðra smitsjúkdóma, virkjum við eins fljótt og mögulegt er sýkingavarnaráætlun Hrafnistu. Það ferli er undir markvissri stjórn sýkingavarnastjóra Hrafnistuheimilanna og er markmiðið að reyna að draga sem fyrst úr útbreiðslu sýkingar.

Það vekur jafnan athygli þegar upp kemur sýking á stórri heilbrigðisstofun eins og Hrafnistuheimilunum og því fáum við oft umfjöllun í fjölmiðlum þegar það gerist.

Mikilvægast af öllu er að allir hjálpist að og fylgi sýkingavarnaráætlun svo þetta gangi sem fyrst yfir.

Við viljum nota tækifærið og hrósa starfsfólki fyrir skjót og markviss vinnubrögð í þessu máli og íbúum og aðstandendum þeirra fyrir skilninginn. Það er alltaf álag þegar svona pest er í gangi og ekki síður þar sem margir starfsmenn eru einnig frá vegna veikinda.

Vonandi fer starfsemin sem fyrst í eðlilegan farveg og eigum við von á að það gerist innan fárra daga.

 

Pétur Magnússon, forstjóri

Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður

 

Lesa meira...

Allt um heilabilun - nýtt app

Lesa meira...

Alzheimersamtökin hafa nýlega þýtt og staðfært nýtt app sem fólk er hvatt til að nálgast og nýta sér til að fræðast um heilabilun.

Höfundaréttur appsins „Allt um heilabilun“ er í eigu Nationalt Videncenter for Demens. Fyrsta útgáfan fór í loftið 2012 og fengu Alzheimersamtökin á Íslandi leyfi til að þýða og staðfæra þriðju og nýjustu útgáfuna. Verkefnið var styrkt af velunnurum samtakanna meðal annars Oddfellowreglunni. Hægt er að hlaða niður appinu í „Play Store“ eða „App Store“ undir heitinu Heilabilun.

Með aldrinum eykst hættan á því að fá heilabilunarsjúkdóm. Einstaklingar með heilabilun breytast og verða smám saman verr í stakk búnir til að annast sjálfa sig og því er einnig hætta á því að aðrir sjúkdómar komi fram. Heilabilunarsjúkdómur gerir það erfiðara fyrir einstaklinginn að tjá sig um líkamleg einkenni, alveg eins og heilabilun hefur í miklum mæli áhrif á atferli einstaklingsins og þar með samvinnu við aðra um dagleg verkefni umönnunar.

Því er mikilvægt fyrir þá sem vinna við hjúkrun og umönnun að þeir hafi til að bera þekkingu á heilabilun. Í daglegum samskiptum við íbúa, notendur eða sjúklinga getur þú tekið eftir ýmsu til að tryggja rétta umönnun og meðferð einstaklingsins. Það er bæði mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvort heilabilun er að þróast hjá einstaklingnum og hafa auga með öðrum einkennum sjúkdóma og breytinga í atferli hjá einstaklingum með heilabilun.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Alzheimersamtakanna - www.alzheimer.is  Facebook síða samtakanna er https://www.facebook.com/alzheimersamtokin/

 

Lesa meira...

 

Lesa meira...

Síða 8 af 123

Til baka takki