Fréttasafn

Heimsóknarbann á Hrafnistuheimilunum frá og með 7. mars 2020 - Tilkynning frá Neyðarstjórn Hrafnistu vegna Kórónaveirunnar á Íslandi

Lesa meira...

 6. mars 2020  - Neyðarstjórn Hrafnistu

 

Áríðandi tilkynning til íbúa, ættingja og starfsfólks Hrafnistuheimilanna vegna sýkingar af völdum Kórónaveirunnar (COVID-19) á Íslandi

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum Hrafnistuheimilunum fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við Sóttvarnarlækni og Landlækni eftir að Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir fyrr í dag.

 

Heilsa og velferð íbúanna þarf alltaf að vera í forgangi!

Nú er staðfest að smit vegna Kórónaveirunnar hafa borist á milli einstaklinga í þjóðfélaginu. Þar sem íbúar Hrafnistu eru flestir aldraðir og / eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af Kórónaveirunni.

Leita þarf allra leiða til að draga úr þeirri hættu að íbúar heimilanna veikist af Kórónaveirunni. Okkur þykir mjög leitt að þurfa að taka svo stóra ákvörðun, en þetta er gert með velferð íbúanna okkar að leiðarljósi og biðjum við fólk að sýna þessari ákvörðun virðingu og skilning. Það er ljóst að það getur reynst íbúa mjög erfitt að fá ekki heimsóknir frá ættingjum sínum og á sama hátt getur það reynst ættingjum íbúans mjög erfitt að heimsækja hann ekki.  Það er samt nauðsynlegt að grípa til þessara ráðstafana til að koma í veg fyrir að íbúi veikist af veirunni og eins geta smit borist frá ættingjum eins íbúa til annars íbúa.

Jafnframt verður umferð allra annarra en nauðsynlegs starfsfólks á vakt takmörkuð inn á Hrafnistuheimilin. Það á sem dæmi við um birgja með vörur, iðnarðarmenn og aðra sem þurfa að koma inn á heimilin og hafa verið gerðar sérstakar reglur um það. Við bendum ykkur á að hafa samband símleiðis við vaktstjóra ykkar deildar. Einnig er mikilvægt að þið kynnið ykkur upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins https://www.landlaeknir.is/ Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu málar, en þær geta breyst frá degi til dags.

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar getið þið sent tölvupóst á Bjarney Sigurðardóttur sýkingavarnarstjóra Hrafnistu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringið í vaktstjóra á viðkomandi deild.

Neyðarstjórn Hrafnistu

Vaka Reynisdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Vaka, Hrefna, Sólborg og Árdís Hulda.
Lesa meira...

 

Vaka Reynisdóttir, sjúkraliði á Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Vaka, Hrefna Ásmundsdóttir hjúkrunardeildarstjóri, Sólborg Tryggvadóttir aðstoðardeildarstjóri og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi. 

 

Lesa meira...

Kórónaveiran á Íslandi og íbúar á Hrafnistu

Lesa meira...

 

 Staða mála vegna þess að sýking af völdum Kórónaveirunnar (COVID-19) hefur verið staðfest á Íslandi:

 

Íbúar Hrafnistu eru flestir aldraðir og / eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma. Þeir eru því í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af Kórónaveirunni. Við viljum því biðja þá sem eru með kvefeinkenni, flensulík einkenni eða hafa ferðast nýlega til skilgreindra áhættusvæða samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis að gæta varúðar og koma ekki í  heimsóknir á Hrafnistuheimilin. 

Mikilvægt er að þeir sem eru frískir, hafa ekki verið á skilgreindum áhættusvæðum og hafa því ekki ástæðu til að ætla að þeir hafi smitasta af veirunni hafi eftirfarandi í huga:

  • Handþvottur er mikilvægasta ráðið til að forðast smit og einnig er mikilvægt að nota handspritt. Hafið þetta alltaf í huga þegar komið er inn á heimilin.
  • Forðist alla líkamlega snertingu eins og hægt er svo sem handabönd, faðmlög og kossa við íbúa.
  • Forðist að koma við snertifleti í almennum rýmum svo sem handriði og hurðarhúna.

Við bendum ykkur á að kynna ykkur leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins https://www.landlaeknir.is/ því staða mála og leiðbeiningar þeim tengdar geta breyst dag frá degi.

 

Heilbrigðissvið Hrafnistu

 

Lesa meira...

Nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu fyrir 99 manns vígt í dag við Sléttuveg í Fossvogi

Lesa meira...

Í dag var nýtt hjúkrunarheimili fyrir 99 íbúa vígt við Sléttuveg í Fossvogi að viðstöddu fjölmenni gesta, þar á meðal heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, Degi B. Eggertssyni og Hálfdani Henrýssyni, formanni Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins, sem fluttu stutt ávörp. Heimilið er í eigu ríkissjóðs (85%) og Reykjavíkurborgar (15%) sem samdi við Sjómannadagsráð og Hrafnistu um reksturinn og sem jafnframt höfðu umsjón með framkvæmdum, sáu um allan undirbúning, skipulagsmál, útboð og samninga við hönnuði, verktaka og birgja. Á heimilinu, sem er hið 8. sem Hrafnista starfrækir á suðvesturhorni landsins, eru um 100 stöðugildi.

Kærkomin fjölgun hjúkrunarrýma

Við opnun hjúkrunarheimilisins verður kærkomin fjölgun hjúkrunarrýma að veruleika en erfitt ástand í starfsemi Landspítala undanfarin misseri hefur ekki síst stafað af miklum skorti á slíkum rýmum eins og stjórnendur spítalans, landlæknir og fleiri hafa ítrekað bent á. Fyrstu fjórir íbúarnir eru þegar fluttir inn og í lok næstu viku verða íbúar orðnir um 30 talsins.

Hjúkrunarheimilið er mikilvægur hluti nýs lífsgæðakjarna

Með tilkomu þessa nýja hjúkrunarheimilis verða hjúkrunarrými Hrafnistu um 800. Heimilið er mikilvægur hluti nýs lífsgæðakjarna sem Sjómannadagsráð og samstarfsaðilar þess, ríki og borg, byggja upp í Fossvogsdal og hefur fengið nafnið Sléttan. Vígsla heimilisins markar fyrsta áfanga verkefnisins, en aðrir eru vígsla þjónustumiðstöðvar Sléttunnar sem tekur til starfa í áföngum frá og með apríl og síðan upphaf á útleigu 60 nýrra leiguíbúða Naustavarar, dótturfélags Sjómannadagsráðs, á komandi sumri í nýrri samtengdri byggingu.

Allar rekstrareiningarnar tengjast miðlægt

Hjúkrunarheimilið er í eigu ríkis og borgar og annast Hrafnista reksturinn. Þjónustumiðstöð Sléttunnar er í eigu Sjómannadagsráðs, og byggð á vegum þess, milli hjúkrunarheimilisins og leiguíbúða Naustavarar og gegnir miðstöðin m.a. hlutverki sameiginlegs inngangs í allar rekstrareiningar. Árið 2022 mun Naustavör svo taka í notkun 80 leiguíbúðir til viðbótar þeim 60 í sumar og verður síðari áfanginn einnig tengdur öðrum húsum á Sléttunni. Lífsgæðakjarninn á Sléttunni er sá fjórði sem Sjómannadagsráð hefur þróað í 80 ára sögu sinni og búa Sjómannadagsráð og Hrafnista yfir mikilli sérfræðiþekkingu á sviði umönnunar og þjónustu við aldraðra.

Samlegðaráhrifin forsenda hámarkshagkvæmni á færri fermetrum

Frá því að fyrsta skóflustunga að byggingu hjúkrunarheimilisins var tekin í nóvember 2017 eru liðnir 27 mánuðir og fyrstu íbúarnir þegar fluttir inn. Allar tímaáætlanir hafa staðist ásamt því sem verkefnið er vel innan setts fjárhagsramma, sem Reykjavíkurborg fól Sjómannadagsráði að hafa eftirlit með. Ljóst er að heildarkostnaður vegna heimilisins, sem er aðeins um 2,9 milljarðar króna, verður mun lægri en sambærileg framkvæmdaverkefni í þágu aldraðra. Ástæðan er hvernig verkefnið var skipulagt og framkvæmt þar sem höfuðáhersla var á mikla samnýtingu húsnæðis Sléttunnar til að geta boðið meiri og betri aðstöðu og þjónustu á sama stað án þess að byggingarmagn yrði óviðráðanlegt í fjárfestingu. Húsin samnýta t.d. aðalanddyri, upplýsingatorg og móttöku, verslun, veitingasal, fjölnotasal, virkniþjálfun og heilsueflingu, dagdvöl, vörumóttöku, tæknirými, geymslur, búningsherbergi, aðstöðu húsvarða og fl. Þar að auki verða sjúkraþjálfun, matarþjónusta, kaffihús, fótsnyrting, hárgreiðsla og fleira í boði í húsnæði Sléttunnar. Án þessarar samnýtingar má gera ráð fyrir að húsakosturinn hefði í heild orðið rúmlega eitt þúsund fermetrum stærri en raunin verður ef þessir þrír aðilar hefðu byggt húsin hver í sínu lagi, án samvinnu.

Ýmsar nýjungar í hönnun og rekstri

Ýmsar nýjungar einkenna hjúkrunarheimilið hvað varðar hönnun, skipulag og rekstur. Heimilið er t.d. hið fyrsta sem byggt er miðað við 65 fermetra á hvern einstakling, en áður var viðmið í reglugerð 75 fermetrar. Nýja hjúkrunarheimilið er því 6.435 fm2 að stærð og samanstendur af níu 11 manna deildum og eru átta deildanna samliggjandi til að auðvelda samstarf og samnýtingu starfsfólks milli deilda. Í hverju herbergi er sér baðherbergi og pláss fyrir sófa og sjónvarp. Þá eru öll herbergi búin loftlyftubúnaði svo unnt sé að flytja rúmliggjandi einstaklinga til innan herbergisins, svo sem til og frá baðherbergi íbúðarinnar. Þá var ekki lagt fyrir sérstökum síma- eða sjónvarpslögnum heldur fara öll samskipti um internet sem aðgengileg eru í öllu herbergjum. Öryggiskerfi í byggingunum eru einnig tengd þráðlausu neti auk þess sem boðið verður upp á sérstakan gestaaðgang að veraldarvefnum. Margar þessara nýjunga og fleiri ónefndar voru þróaðar í samráði við Hrafnistu og tóku mið af áratugalangri reynslu við að veita heimilisfólki og öðrum þjónustuþegum góða umönnun.

Lesa meira...

Fyrsti íbúinn á Sléttuvegi fluttur inn

Lesa meira...

Það var söguleg stund í dag þegar fyrsti íbúinn flutti inn á nýja hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg. Fyrsti íbúinn heitir Þorbjörg Erna Óskarsdóttir og er hún fædd árið 1934.

Þorbjörg vann lengst af sem dagmóðir og átti sjálf 8 börn. Fleiri íbúar fluttu inn síðar í dag og í lok næstu viku verða íbúar heimilisins orðnir um 30 talsins. Alls eru 99 hjúkrunarrými á nýja heimilinu og mun það taka nokkrar vikur að flytja fólk inn í öll rýmin.

Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna, Valgerður K. Guðbjörnsdóttir forstöðumaður Hrafnistu á Sléttuvegi, Anna María Bjarnadóttir deildarstjóri og Elsa Björg Árnadóttir aðstoðardeildarstjóri tóku á móti Þorbjörgu ásamt starfsfólki heimilisins og var henni færður blómvöndur og konfekt.

Þorbjörg kom í fylgd með fjölskyldu sinni og voru þau öll boðin hjartanlega velkomin. Gaman er að segja frá því að fréttastofa RÚV fylgdist með komu Þorbjargar og tók viðtal við hana sem birt verður á næstu dögum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag þegar Þorbjörg flutti inn.

 

Lesa meira...

Öskudagur á Hrafnistuheimilunum

Lesa meira...

Það var líf og fjör á öllum Hrafnistuheimilunum 8 í dag þegar íbúar og starfsfólk gerðu sér glaðan dag með því að klæðast ýmsum búningum eða höfuðfötum. Við fengum líka til okkar góða gesti þar sem börn kíktu við í búningum og sungu af mikilli list, öllum til ánægju. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar hér og þar á Hrafnistu í dag. 

 

Lesa meira...

2625 bollur á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Í tilefni af bolludeginum var starfsfólk eldhússins á Hrafnistu í Laugarási  búið að gera 2625 bollur klárar eldsnemma í morgun sem síðan var dreift til íbúa og starfsfólks Hrafnistuheimilanna.

 

Lesa meira...

Kristján Jóhannsson, Geir Ólafsson og Þórir Baldursson héldu tónleika á Hrafnistu í Laugarási

Lesa meira...

Góðir gestir heimsóttu Hrafnistu í Laugarási í gær þegar þeir Kristján Jóhannsson, Geir Ólafsson og Þórir Baldursson héldu tónleika í Skálafelli fyrir íbúa og gesti við góðar undirtektir. Morgunblaðið í dag birti m.a. skemmtilega umfjöllun um heimsóknina undir yfirskriftinni Gleðin skín á von­ar­hýrri brá á Hrafn­istu.

Við færum þeim félögum bestu þakkir fyrir komuna.

 

Lesa meira...

Síða 10 af 133

Til baka takki