Fréttasafn

Heimsóknavinir Rauða krossins Brynhildur, Skuggi og Maja

Lesa meira...

Í dag komu vinir okkar Brynhildur, Skuggi og Maja í síðasta skiptið til okkar í heimsókn (a.m.k. í bili). Brynhildur og Skuggi eru heimsóknavinir Rauða krossins og hafa komið til okkar í heimsókn á Báruhraunið, á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, einu sinni í viku í 5 ár. Maja systir Skugga bættist svo í hópinn fyrir um 2 árum.
Það hafa verið miklar gleðistundir þegar þau hafa komið til okkar og hafa þau gefið íbúum okkar ómetanlega væntumþykju og hlýju með heimsóknum sínum. Við þökkum þeim kærlega fyrir samveruna undanfarin ár og óskum þeim góðs gengis í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur á komandi tímum.

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði var haldið hátíðlegt fimmtudaginn 6. febrúar sl. Þorrablótið gekk í alla staði mjög vel og var þátttaka virkilega góð. Maturinn og brennivínið stóðu svo sannarlega fyrir sínu og voru íbúar, gestir og starfsmenn mjög lukkulegir með þorramatinn. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona og Davíð Sigurgeirsson gítarleikari sáu um veislustjórn, fluttu nokkur vel valin lög og stjórnuðu fjöldasöng. Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu sendi góðar kveðjur og skálaði fyrir gestum og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar flutti ávarp. Bjarney Sigurðardóttir verkefnastjóri á heilbrigðissviði Hrafnistu flutti minni karla en Valgeir Elíasson deildarstjóri bókhalds-og launadeildar Hrafnistu flutti minni kvenna. Að lokum lék Silfursveiflan á mjög skemmtilegu og eftirminnilegu balli.

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Hlévangi í Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Hið árlega þorrablót Hrafnistu Hlévangi var í hádeginu föstudaginn 24. janúar sl. Íbúar, starfsmenn og gestir áttu ljúfa samverustund saman og gæddu sér á dýrindis þorramat og skoluðu því niður með íslensku brennivíni og malt og appelsíni. Bragi Fannar harmonikkuleikari þandi nikkuna og spilaði öll gömlu góðu lögin.

 

Lesa meira...

Til upplýsingar tengt stöðu mála á Hrafnistu vegna kórónavírusfaraldursins:

Lesa meira...

Fylgst er mjög vel með gangi mála dag frá degi á heilbrigðissviði Hrafnistu og verið er að vinna í viðbragðsáætlunum í samvinnu við viðbragðsaðila.  

Eins og við allar aðrar sýkingar er besta sýkingavörnin handþvottur og handsprittun og hvetjum við ykkur eins og ávallt til að vera vakandi fyrir mikilvægi þess.

Við munum halda ykkur vel upplýstum um gagn mála og næstu skref, ef þeirra er þörf.

 

Lesa meira...

Nýr verkefnastjóri á heilbrigðissvið Hrafnistu

Lesa meira...

 

Frá og með 1. febrúar 2020 er Hulda Sigurveig Helgadóttir nýr verkefnastjóri á heilbrigðissviði Hrafnistuheimilanna. Hulda er með BS gráðu í viðskiptafræði og hefur nýlokið meistaranámi í Forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun við Háskólann á Bifröst. Hún hefur starfað á Hrafnistu frá árinu 2011, fyrst á launadeild og í gæða- og fræðslumálum en síðustu sex ár hefur hún starfað á skrifstofu Hrafnistu í Laugarási.

 

Lesa meira...

Hrafnista formlega tekin við rekstri hjúkrunarheimilisins við Sléttuveg

Lesa meira...

Í gær var stór dagur í sögu Hrafnistu, og hjá eiganda Hrafnistu Sjómannadagsráði, sem þá tók við rekstri á 99 rýma hjúkrunarheimili við Sléttuveg í Fossvoginum. Við stutta athöfn var hjúkrunarheimilið formlega afhent af verktaka til eigenda, sem eru Reykjavíkurborg og íslenska ríkið, sem afhenti svo heimilið til okkar á Hrafnistu.

Heimilið mun án efa hjálpa til við lausnir eldra fólks hér á landi sem býður eftir rými á hjúkrunarheimili. En eins og komið hefur fram í fréttum undanfarin misseri er þörfin mikil og því mikil pressa á okkur víða að úr samfélaginu.

Hrafnista á Sléttuvegi er áttunda Hrafnistuheimilið og í gærmorgun mættu 50 fyrstu starfsmennirnir til starfa til viðbótar við þá 10 stjórnendur sem þegar höfðu hafið störf. Starfsmannahópsins bíða mörg verkefni áður en fyrstu íbúarnir geta flutt inn. Setja þarf upp allan lausabúnað, húsgögn, vörur, allt frá hnífapörum, bleium og kryddi upp í lyftara, húsgögn og uppþvottavélar. Formleg vígsla verður á húsnæðinu um næstu mánaðarmót.

Gaman er að segja frá því að hjúkrunarheimilið er framkvæmd sem er bæði á réttum tíma og innan fjárhagsáætlunar.  

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Hrafnista var með sitt árlega þorrablót á Nesvöllum í dag þar sem íbúar, starfsmenn og aðrir gestir áttu notalega samverustund. Þorramaturinn var verulega góður og var honum skolað niður með íslensku brennivíni og malt og appelsín blöndu. Félagar úr harmonikkufélagi Suðurnesja þöndu nikkuna um allt hús, veislugestum til mikillar gleði. Það er alltaf  gaman að slá upp veislu og gera sér glaðan dag.

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Skógarbæ

Lesa meira...

 

Í dag, föstudaginn 31. janúar var haldið fyrsta Hrafnistu þorrablótið í Skógarbæ. Heimilisfólk, gestir og starfsmenn voru sátt við að fá þorramat og var honum að sjálfsögðu skolað niður með íslensku brennivíni.

Bragi Fannar vinur okkar kom og spilaði á nikkuna og allir tóku vel undir, þá sérstaklega þegar sungið var  Í Hlíðarendakoti.

 

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Ísafold

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu Ísafoldar fór fram í hádeginu á bóndadaginn 24. janúar. Borðin svignuðu undan kræsingum, salurinn var fallega skreyttur og starfsmenn gengu um beina í fallegum þjóðbúningasvuntum og með skotthúfur. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson héldu tónleika yfir borðhaldi við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá fluttu þau: Minni karla og minni kvenna, þorraþræl og fleiri lög sem tengjast hátíðinni. Allir karlmenn fengu rós í tilefni dagsins, en um 120 manns mættu á blótið þannig að það var þétt setinn bekkurinn. Bestu þakkir eru færðar til allra sem komu að þessum fallega degi.

 

Lesa meira...

Síða 2 af 123

Til baka takki