Top header icons

Ábendingar COVID spurt og svarað Rannsóknarsjóður HrafnistuHrafnista á Facebook

 
 

Má senda blóm ef Hrafnista er á hættustigi eða neyðarstigi?

Ef Hrafnista er á hættustigi eða neyðarstigi gilda þær reglur að ef komið er með blóm þarf að skilja þau eftir í anddyri heimilis og láta vita á deild. Sá sem kemur með slík aðföng má sjálfur ekki vera með nein einkenni né heldur vera sjálfur í sóttkví. Ekkert má koma með af heimili þar sem COVID-19 smit er þekkt.

Má koma með aðföng t.d. mat eða drykki og færa íbúum ef Hrafnista er á hættustigi eða neyðarstigi?

Ef Hrafnista er á hættustigi eða neyðarstigi gilda þær reglur að ef komið er með mat þarf það að vera í samráði við hverja deild um hvernig og hvar á að skilja slíkt eftir. Sá sem kemur með slík aðföng má sjálfur ekki vera með nein einkenni né heldur vera sjálfur í sóttkví né einangrun. Ekkert má koma með af heimili þar sem COVID-19 smit er þekkt.

Er vitað hvenær heimóknarbanninu verður aflétt?

Í dag er ekki heimsóknabann, en ákveðnar reglur gilda um heimsóknir á Hrafnistu. Þær má sjá á heimasíðu Hrafnistu.

Má taka þvott og þvo hann heima?

Svarið við þessari spurningu er tvíþætt:

A: Ef deildin er í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19 er ekki leyfilegt að taka þvott heim og þvotturinn er þveginn á staðnum.

B: Ef deildin er ekki í sóttkví eða einangrun má koma með þvott og skilja hann eftir í anddyri og taka óhreinan þvott þaðan í samráði við viðkomandi deild. Sá sem kemur með slík aðföng má sjálfur ekki vera með nein einkenni né heldur vera sjálfur í sóttkví né einangrun. Ekkert má koma með af heimili þar sem COVID-19 smit er þekkt.

Eru undantekningar á heimsóknarbanninu?

Í dag er ekki heimsóknarbann, en ákveðnar reglur gilda um heimsóknir á Hrafnistu. Þær reglur má sjá á heimasíðu Hrafnistu. Undanþágur frá heimsóknarreglum eru gerðar í einstaka tilfellum svo sem ef um bráð veikindi íbúa er að ræða eða ef viðkomandi er kominn á lífslokameðferð. Undantekningar eru alltaf gerðar í samráði við stjórnanda deildar.

Hvernig næ ég sambandi við aðstandanda minn í gegnum spjaldtölvu deildar?

Það eftir deildum og heimilum en í flestum tilvikum eiga samskiptin sér stað í gegnum myndsímtal. Þá þarf sá sem vill hringja að tengjast viðkomandi deild með því að senda skilaboð og panta myndsímtal í samráði við deildina og mikilvægt er að láta deildina vita með símtali að þú sért búin að senda skilaboð. Íbúi er svo aðstoðaður við að hafa samband í gegnum myndsímtal.

Munu aðstandendur á deild sem er í sóttkví fá upplýsingar ef aðrir en þeirra ástvinur smitast?

Póstur er sendur daglega frá þeim deildum sem eru í sóttkví með þeim upplýsingum sem eru taldar mikilvægar. Aðstandendur eru látnir vita um sinn ættingja ef eitthvað breytist.

Hvað er gert ef það er staðfest COVID-19 smit hjá íbúa?

Ákveðnu verklagi á Hrafnistu er fylgt ef upp kemur staðfest COVID-19 smit.

Hvað er gert ef grunur er um að starfsmaður sé með COVID-19?

Ef minnsti grunur er um veikindi hjá starfsfólki mætir viðkomandi ekki í vinnu fyrr en búið er að taka sýni og fá staðfestar niðurstöður. 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur