Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Hrafnista Sléttuvegur ~ Sími 585 3090 ~ Sléttuvegi 25 ~ 108 Reykjavík ~ kt. 520419-0470 ~ This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Hrafnista Sléttuvegi er 99 rýma hjúkrunarheimili staðsett í Fossvogsdal og tók til starfa í febrúar árið 2020. Heimilinu er skipt upp í 9 ellefu manna einingar og er heimilið á fimm hæðum. Mikil áhersla er lögð á að skapa heimilislegar aðstæður á Hrafnistu Sléttuvegi og er aðbúnaður íbúa og starfsfólks eins og best verður á kosið. 

Hjúkrunarheimilið er sambyggt við þjónustu- og lífsgæðakjarnann Sléttuna en þar er að finna litla verslun, hárgreiðslustofu, fótaðgerðarstofu, kaffihús, matsölu ofl. Í þjónustu- og lífsgæðakjarnanum er einnig starfrækt dagdvöl sem er ætluð fyrir 30 einstaklinga en markmið dagdvala er liður í að viðhalda lífsgæðum einstaklinga og sem stuðningur við aðstandendur aldraðra sem búa í heimahúsi.

Við Sléttuveg 27 eru leiguíbúðir í eigu Naustavarar en það er innangengt úr þeim íbúðum inn í þjónustu- og lífsgæðakjarnann. Nánari upplýsingar um íbúðir Naustavarar má finna á vefsíðunni www.naustavor.is  

Á Sléttunni fer fram fram félagsstarf sem íbúar hjúkrunarheimilisins sem og aðrir íbúar í nágrenninu geta nýtt sér. Upplýsingar um starfsemi og dagskrá í þjónustumiðstöðinni má finna á vefsíðunni www.slettan.is  

Þeir sem óska eftir upplýsingum um heimilið er bent á að hafa samband við Selmu Dagbjörtu Guðbergsdóttur í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Inntaka íbúa á Hrafnistu Sléttuvegi fer fram í gegnum færni – og heilsumatskerfi Landlæknisembættisins.

Umsókn um færni- og heilsumat má nálgast HÉR

Hugmyndafræði 

Hrafnistuheimilin hafa breytt kjörum og lífsviðhorfum aldraðra í þjóðfélaginu og stuðlað að ánægjulegu ævikvöldi þeirra. Með hækkandi lífaldri og fjölgun aldraðra í þjóðfélaginu er mikilvægt að efla þjónustu Hrafnistu enn frekar. Eitt af aðalmarkmiðum Hrafnistu er að vera leiðandi aðili í þjónustu og umönnun aldraðra. Hrafnista hefur markvisst verið að byggja upp sem flesta þætti er lúta að þarfa- og þjónustustigi aldraðra. Lífsgæði þeirra eru í öndvegi og jákvæðni, ánægja og alúð eru atriði sem stjórnendur og starfsmenn vilja að einkenni þeirra þjónustu.

Á Hrafnistu Sléttuvegi er stuðst við Hrafnistu hugmyndafærðina en hún er byggð að hluta til á Eden hugmyndafræðinni. Hugmyndafræðin snýst um viðhorf, samskipti og starfshætti sem stuðla að virðingu við íbúana, vellíðan þeirra og lífsfyllingu þrátt fyrir færniskerðingu og þörf fyrir aðstoð. 

Hún snýst um að fólk haldi sjálfræði sínu og reisn þó flutt sé á hjúkrunarheimili og að heimilisfólk taki sjálfstæðar ákvarðanir um daglegt líf sitt.

Aðstaða

Við hönnun og uppbyggingu á Sléttuvegi var horft til þess nýjasta í hönnun hjúkrunarheimila. Öll herbergin eru einbýli og er hvert herbergi um 28 fermetrar, sameiginlegt svefnherbergi og stofa auk baðherbergis og eldhúskróks.

Herbergin eru búin: 
- Rúmi, náttborði, litlum innbyggðum fataskáp auk stærri færanlegs fataskáps.  Myrkvunargardínum og kappa fyrir gluggatjöld, velkomið er að koma með sín eigin gluggatjöld.
- Tengiboxi sem hægt er að tengja við sjónvarp, myndlykil og tölvu. Íbúar hafa aðgang að þráðlausu neti Hrafnistu til að fara á fréttasíður o.þ.h. en ekki verður hægt að streyma sjónvarpsefni eða öðru efni í gegnum þráðlausa netið. Íbúar sjá sjálfir um að útvega sér myndlykil og þá áskriftarleið sem þeir kjósa. Vodafone er það fyrirtæki sem hægt er að versla við og erum við með sérverð fyrir okkar íbúa. Þetta getur tekið 2-3 daga. Ekki er heimilt að koma með router þar sem allar tengingar eru nú þegar til staðar.
- Ljósum (ath. ekki má skipta um ljósakrónur í herbergi).

Skoðaðu þvívíddarmynd af herbergi á Hrafnistu Sléttuvegi með því að smella HÉR

 

  •  

     

     

     

     

     

     

     

     

    Til baka takki

    Fótur - sléttuvegur

    Hrafnista Sléttuvegur ~ Sími 585 3210 ~ Sléttuvegi 25 ~ 108 Reykjavík ~ kt. 520419-0470 ~ hrafnista@hrafnista.is 

     

     

     

     

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur