Ísafold tók fyrst til starfa í apríl 2013 en þann 1. febrúar 2017 tók Hrafnista við rekstri Ísafoldar og er heimilið rekið af Sjómannadagsráði.
Á Hrafnistu Ísafold eru hjúkrunarrými fyrir 60 íbúa þar sem veitt er sólarhrings hjúkrunar- og læknisþjónusta
Inntaka íbúa fer fram í gegnum Færni- og heilsumat Landlæknisembættisins
Önnur skammtímarými er dagdvöl en Hrafnista Ísafold er með leyfi fyrir 16 almennum rýmum og 4 sértækum rýmum, þ.e. fyrir einstaklinga með heilabilun.
Allar nánar upplýsingar um Hrafnistu Ísafold má finna í Handbókin þín - íbúar og aðstandendur
Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um heimilið er bent á að hafa samband við Selmu Dagbjörtu Guðbergsdóttur í netfangið selma.gudbergsdottir[hja]hrafnista.is
Aðstaðan