Þann 12. mars 1957 gaf Jón Guðbrandsson í Keflavíkurbæ húseign sína að Faxabraut 14 með því takmarki að hún verði nýtt sem heimili fyrir eldri borgara. Húsinu sem var fokhelt, fylgdi með efni til miðstöðvar að undanskildum katli. Einu skilyrðin voru að Jón fengi að njóta ókeypis umönnunar á hinu væntanlega heimili. Jón var fæddur 3. febrúar 1894 á Fellsströnd í Dalasýslu. Hann stundaði landbúnaðarstörf, sjóróðra og verkamannavinnu. Jón fluttist til Keflavíkur 20. desember 1931.
Árið 1981 tók Dvalarheimili aldraðara á Suðurnesjum við rekstri Hlévangs og í mars 2014 tók Hrafnista við og er heimilið rekið af Sjómannadagsráði
Á heimilinu eru hjúkrunarrými fyrir 30 íbúa þar sem veitt er sólarhrings hjúkrunar- og læknisþjónusta
Inntaka íbúa á Hlévang fer fram í gegnum Færni- og heilsumat Landlæknisembættisins.
Alla nánari upplýsingar um Hrafnistu Hlévang má finna í Handbókin þín - íbúar og aðstandendur
Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um heimilið er bent á að hafa samband við Helgu Hjálmarsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra í gegnum netfangið helga.hjalmarsdottir[hja]hrafnista.is
Aðstaðan
Skoðaðu þrívíddarmynd af herbergi á Hrafnistu Hlévangi með því að smella HÉR