Top header icons

 

Fyrir starfsfólk

 


Örugg skjalamótttaka


Örugg skjalamótttaka


Fyrir starfsfólk


Hrafnista á Facebook

 
b_250_250_16777215_00_images_hrafnistareykjavik_hrafnista-reykjavik.jpeg

Hrafnista Laugarás í Reykjavík tók til starfa árið 1957 og er í eigu Sjómannadagsráðs

Á heimilinu eru hjúkrunarrými fyrir 190 íbúa og hvíldargesti þar sem veitt er sólarhrings hjúkrunar- og læknisþjónusta.

Inntaka íbúa á Hrafnistu Laugarás fer fram í gegnum Færni- og heilsumatskerfi Landlæknisembættisins.

Um hvíldarrými er sótt um í gegnum Embætti Landlæknis. Hvíldarinnlögn er tímabundin dvöl í hjúkrunarrými. Markmið þjónustunnar er að gera öldruðum kleift að búa lengur á eigin heimili með því að viðhalda og auka lífsgæði þeirra með markvissu starfi og með því að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf. Meðan á hvíldarinnlögn stendur er lögð rík áhersla á styrkingu líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta. Í hvíldarinnlögn njóta gestir allrar almennrar þjónustu sem Hrafnista býður íbúum heimilisins, þar með talið að taka þátt í almennu félagsstarfi og þeim viðburðum sem í boði eru.

Önnur skammtímarými á Hrafnistu Laugarási eru dagendurhæfing og dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun

Allar nánari upplýsingar um Hrafnistu í Laugarási má finna í Handbókin þín - íbúar og aðstandendur

Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um heimilið er bent á að hafa  samband í símatíma milli kl. 11-12 alla virka daga í síma 663-6462.

Lífsgæðakjarni
Lífsgæðakjarni er hugtak sem nær yfir húsnæði, aðbúnað og þjónustu þar sem eldra fólk hefur aðgang að starfsemi sem bætir lífsgæði.
Lífsgæðakjarni samanstendur af hjúkrunarheimili, leiguíbúðum og þjónustumiðstöð. Með virku samstarfi þeirra sem þar búa, starfa og þangað sækja verður til kjarni með fjölbreyttri þjónustu, sem stuðlar að auknu öryggi, meiri vellíðan og bættum lífsgæðum eldra fólks.
Á Hrafnistu Laugarási er að finna litla verlsun, hárgreiðslustofu, fótaaðgerðarstofu, kaffihús, matsölu o.fl. Á lóð heimilisins, við Brúnaveg 9, eru 24 leiguíbúðir í eigu Naustavarar, dótturfélags Sjómannadagsráðs. Tengigangur er á milli íbúðanna á Brúnavegi 9 og Hrafnistu í Laugarási.

Aðstaðan

Mikil áhersla er lögð á að skapa heimilislegar aðstæður og er það m.a. gert með því að opna aðgengi og afnot að sameiginlegum rýmum fyrir íbúa og aðstandendur.

Kaffihús

Eins og frægt er orðið var opnað kaffihús á Hrafnistu árið 2012 með mikilli viðhöfn. Með breytingunni var skapað hlýlegt bókakaffisumhverfi í sambland við hefðbundinn matsal sem þjónar bæði heimilisfólki, starfsfólki og gestum Hrafnistu.

Kaffihúsið, sem fékk nafnið Skálafell, er opið til kl 18.00 á kvöldin. Þar er hægt að kaupa kaffidrykki og meðlæti. Heimilismönnum gefst þar tækifæri til að sækja kaffihús og bjóða vinum og ættingjum með sér. Líkt og á flestum kaffihúsum landsins er mögulegt að fá sér þar léttvín eða bjór.

Frá opnun Skálafells á Hrafnistu í Laugarási

b_250_157_16777215_00_images_myndasafn_opnun-skalafells.jpeg Skoða myndaalbúm

 

Til baka takki

Fótur - rvk

  Hrafnista Laugarás ~ Sími 585 9500  Brúnavegi 13 ~ 104 Reykjavik ~ kt. 640169-7539 ~ hrafnista@hrafnista.is

 

 

 

 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur