Á Hrafnistu í Hafnarfirði eru 10 hvíldarrými á Sjávar- og Ægishrauni. Á meðan dvöl stendur nýtur hvíldargestur allrar almennrar þjónustu sem Hrafnista hefur upp á að bjóða ásamt því að taka þátt í félagsstarfi og þeim viðburðum sem í boði eru.
Deildarstjóri er Hjördís Ósk Hjartardóttir, hjordis.hjartardottir[hja]hrafnista.is
Upplýsingar um símatíma varðandi hvíldarinnlagnir eru í síma 585-3000. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið hvildhh[hja]hrafnista.is
Heimilislæknar, starfsfólk heimahjúkrunar og forstöðumenn dagþjálfana geta sótt um hvíldarinnlagnir með því að fylla út umsóknareyðublað.
Umsókn um hvíldarinnlögn má nálgast HÉR.