Á Hrafnistu Skóbarbæ eru 4 hvíldarrými. Á meðan á dvöl stendur nýtur hvíldargestur allrar almennrar þjónustu sem Hrafnista hefur upp á að bjóða ásamt því að taka þátt í félagsstarfi og þeim viðburðum sem í boði eru.
Unnur Stefánsdóttir, veitir upplýsingar um hvíldarinnlagnir á Hrafnistu Skógarbæ. Hægt er að hafa samband við Unni í símatíma á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum milli kl. 11-12 í síma 693 9558 eða senda fyrirspurn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Heimilislæknar, starfsfólk heimahjúkrunar og forstöðumenn dagþjálfana sækja um hvíldarinnlagnir með því að fylla út umsóknareyðublað.