Að flytja á Hrafnistu
Heimilisfólk á Hrafnistu kemur úr öllum landshlutum og hefur unnið margs konar störf á sjó og landi. Meðalaldur þeirra sem flytja á Hrafnistu er yfir 85 ár. Kynjaskipting þeirra er í kringum 38% karlar og 62% konur. Á hverju ári koma yfir 100 nýir heimilismenn á Hrafnistu. Þegar fyrir liggur að einstaklingur er að flytja á Hrafnistu, þarf að undirbúa flutninginn á nýja heimilið sem best. Mörgum þykir erfitt að flytja og aðlagast breyttum aðstæðum. Í mörgum tilvikum liggur löng sjúkrahúsdvöl að baki og í einhverjum tilvikum hefur ekki gefist tækifæri til að kveðja gamla heimilið. Mikilvægt er að starfsfólk og aðstandendur séu samstíga um jákvæða aðlögun. Það er mikilvægt að hún takist sem best þannig að heimilismenn upplifi öryggi og hlýju á nýja heimilinu.
Heimsóknir
Til þess að dvölin verði ánægjuleg og aðlögun þeirra sem flytja á Hrafnistu sé sem eðlilegust eru ættingjar og vinir eru hvattir til þessa að vera duglegir að heimsækja sitt fólk á Hrafnistuheimilunum. Það skiptir miklu máli að heimilismenn finni áfram jafn sterk tengsl við sína nánustu þrátt fyrir breytt búsetuform. Ættingjar eru alltaf velkomnir í heimsóknir og er markmiðið að þeim líði vel á Hrafnistuheimilunum og upplifi sig velkomna. Reglulegar heimsóknir eru oft fastir liðir á dagskrá nánustu ættingja.
Greiðsluþátttaka
Aðbúnaður
Húsnæði Hrafnistu í Laugarási og í Hraunvangi er í eigu Sjómannadagsráðs en annað húsnæði Hrafnistuheimilanna eru í eigu opinberra aðila. Hjá fasteignadeild Sjómannadagsráðs starfa iðnaðarmenn og húsverðir sem annast allan rekstur húsnæðisins og þjónustu fyrir starfsemina. Húsnæðið á öllum heimilunum er hannað og byggt með þarfir aldraðra í huga þannig að þjónusta við þá verði sem allra best. Húsnæðið í Laugarási hefur undirgengist meiriháttar endurbætur með tilheyrandi einkarýmum og setustofum á hverri einingu í takt við breytta tíma. Öryggiskerfi og vöktun er á öllu húsnæði Hrafnistu allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Þvottahús
Hrafnista býður upp á þvott á persónulegum fatnaði heimilismanna nema á ullarfatnaði og það sem þarfnast hreinsunar.Heimilismenn fá þvottanúmer hjá Hrafnistu og mikilvægt er að allur fatnaður og allt lín sé vel merkt, hvort sem hann er þveginn á Hrafnistu eða hjá aðstandendum.