Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

 

Markmið iðjuþjálfunar í Boðaþingi er að viðhalda og bæta líkamlega, félagslega og vitsmunalega færni einstaklinga með markvissri íhlutun, ráðgjöf og kennslu. Iðjuþjálfi sinnir bæði einstaklingum og hópum með það að leiðarljósi að bæta andlega líðan, félagslega og líkamlega hæfni einstaklinga.

Flestum er það mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni og því er reynt að skapa tækifæri til þátttöku í iðju sem einstaklingurinn hefur áhuga á hverju sinni. Í Boðaþingi starfar einn iðjuþjálfi, í hálfu starfi.

Félagsstarf á vegum iðjuþjálfunar á hjúkrunardeildum

Tilgangurinn með starfinu er að bjóða heimilismönnum upp á eins fjölbreytta afþreyingu og hægt er hverju sinni. Starfið fer fram í nærumhverfi heimilismannsins þar sem til dæmis er lesið úr blöðum og bókum, rætt um heima og geima, farið í gönguferðir, bíltúra, bíósýningar og margt fleira. Þá er góð samvinna við sjúkraþjálfun með hópavinnu, leikfimi og ýmsa viðburði. Einnig er reynt að nýta þá viðburði sem eru í boði í nágrenninu. Þá er samstarf við leikskólan Dal hér í Kópavogi þar sem elstu börnin koma í heimsókn og taka þátt í ýmsu daglegu starfi hjá okkur.

Minningarstarf og hópastarf

Þar er lögð áhersla á gleði og félagsleg tengsl. Að rjúfa félagslega einangrun heimilismanna og stuðla að samveru með öðru heimilisfólki í gegnum endurminningar eða önnur umræðuefni. Hópastarfið fer fram inn á deildum. Það skapast skemmtilegar umræður um fortíðina og gamla tíma þar sem fólk nær að ræða um meðal annars sínar heimabyggðir og uppvöxt. Oft er notaður upplestur til að vekja umræður og jafnvel gamlir hlutir og myndir notað með.

Hægt er að sjá fasta dagskrá heimilisins inn á hverri deild og þar koma einnig myndir reglulega úr starfi og ferðum. 

Deildarstjóri iðjuþjálfunar er Ester Gunnsteinsdóttir, ester.gunnsteinsdottir[hja]hrafnista.is 

 

Til baka takki

Fótur - kpv

 Hrafnista Boðaþing ~ Sími 531 4000 ~  Boðaþingi 5-7 ~ 203 Kópavogi ~ kt. 480210-2040 ~ hrafnista@hrafnista.is

 

 

 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur