Á Hrafnistu er farið eftir sóttvarnarreglum s.s. handþvotti, handsprittun og þrifum á snertiflötum og lögð er áhersla á það við dagdvalargesti og starfsmenn að koma alls ekki í dagdvölina ef viðkomandi er með minnstu einkenni sem gætu bent til Covid-19 s.s. kvef, hita, hósta, hálsbólgu, slappleika, höfuðverk, beinverki, vöðvaverki eða einkenni frá meltingarvegi. Einnig hafa verið gerðar ráðstafanir með fjarlægð á milli gesta eins og hægt er. Nýjustu upplýsingar um reglur tengdar Covid-19 má finna á heimasíðu Hrafnistu.
Dagdvöl á Hrafnistu Ísafold er með leyfi fyrir 4 sértæk rými, þ.e. fyrir einstaklinga með heilabilun og 16 almenn rými. Markmið með dagdvöl er að styðja fólk til þess að geta búið sem lengst heima, viðhalda og/eða auka færni, rjúfa félagslega einangrun og létta undir með aðstandendum.
Í dagdvöl eru m.a. samverustundir þar sem boðið er upp á upplestur, söng, klúbbastarf, göngutúra, leikfimisæfingar, handavinnu og ýmis konar félagsstarf, í dagdvöl er boðið upp á morgun-, hádegismat og miðdagskaffi.
Starfsfólk deildarinnar leggur mikla áherslu á að eiga gott samband við aðstandendur skjólstæðinga sinna.
Umsókn um dagdvöl má nálgast hér.