Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook


Mannauðssvið Hrafnistu

Mannauðssvið Hrafnistu hefur það að leiðarljósi að veita starfsmönnum og stjórnendum stuðning og þjónustu í mannauðstengdum málum ásamt því að veita starfsfólki upplýsingar um ýmis starfsmannamál. Að auki er túlkun kjarasamninga, ráðningar og fræðslumál meginverkefni sviðsins. 
Á mannauðssviði starfar mannauðsstjóri ásamt fimm sérfræðingum í mannauðsmálum.

Mannauðsstjóri Hrafnistu er Jakobína H. Árnadóttir. 

Til að hafa samband við mannauðssvið vinsamlegast sendið erindi ykkar á netfangið mannaudur[hja]hrafnista.is 
 

Vinnustaðurinn

Hjá Hrafnistu starfar öflugur hópur fólks með fjölbreytta menntun, starfsreynslu og áhugamál. Leitast er við að ráða, efla og halda hæfu starfsfólki sem ráðið er á faglegum forsendum. Það er markmið Hrafnistu að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem hæfileikar hvers starfsmanns fái notið sín. Ef þú hefur áhuga á að verða hluti af Hrafnistu teyminu getur þú sótt um hér: starfsumsókn. 
 
Félagslíf
 
Hjá Hrafnistu leggja allir sitt af mörkum til að skapa framúrskarandi starfsanda. Því vill Hrafnista styðja við gott félagslíf og það er meðal annars gert með öflugum starfsmannafélögum sem eru á hverju heimili og þau standa fyrir ýmsum viðburðum fyrir starfsfólk reglulega yfir árið s.s. haustfagnað, jólabingó og jólaball svo fátt sé nefnt.
 
Til að styrkja starfsmannahópinn enn frekar veitir Hrafnista hverri deild ákveðna upphæð árlega sem nýta má í hópefli og skemmtun fyrir starfsfólk. 
 
Á vorin er haldin árshátíð fyrir starfsfólk Hrafnistu, annað hvert ár er haldin árshátíð fyrir starfsmenn allra Hrafnistuheimilinna og hvert heimili heldur svo árshátíð fyrir sitt starfsfólk annað hvert ár.
 
Síðastliðin ár hefur Hrafnista tekið þátt í Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna, með því viljum við efla hreyfingu starfsfólks og stuðla að góðum starfsanda. Flottir vinningar hafa verið í boði fyrir efstu sætin á hverju heimili.

 
Fríðindi
 
  • Starfsfólk getur sótt um heilsuræktarstyrk árlega.
  • Við stuðlum að umhverfisvænum samgöngum með samgöngusamningi og samningi við strætó um árskort.
  • Við bjóðum starfsfólki góða afslætti hjá hinum ýmsu fyrirtækjum.
 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur