Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Föstudagsmolar 20. ágúst 2021 - María Fjóla Harðardóttir, forstjóri

 

Kæru samstarfsfélagar,

 

Síðast þegar ég fékk að skrifa föstudagsmola þá var Lóan að koma, sólin að hækka á lofti og sumarstarfsmenn voru að koma til okkar til að hleypa ykkur sem staðið hafið svo sannarlega vaktina í kærkomið frí. Eins dásamlegt og það er að fá inn nýtt fólk, sem sannarlega er búið að standa sig vel, þá er ég líka farin að sakna ykkar reynsluboltanna sem látið þjónustuna til okkar íbúa ganga svo faglega og fallega upp. Verið velkomin aftur og vonandi nutuð þið þess að komast í frí.

Síðsumar og haustbyrjun býr til tækifærin

Ég veit ekki með ykkur en mér líður alltaf þannig 1. janúar hvers árs eins og ég sé með hreint blað, nýtt upphaf. Sama tilfinning kemur upp út frá vinnusjónarmiði þegar sumarið tekur enda og haustið fer að láta á sér kræla. Það er svo margt sem við getum gert til að gera þjónustuna okkar betri og vinnuumhverfi okkar betra. Taka saman á móti nýjum hugmyndum og setja þær í framkvæmd. Til þess munum við þurfa að leita til ykkar, þar sem nýjar hugmyndir og tækifærin liggja hjá ykkur sem eruð stóran hluta af ykkar lífi hér hjá okkur á Hrafnistu. Saman erum við nefnilega gáfaðri, hugmyndaríkari, brosmildari og svo ég tali ekki um skemmtilegri.

Heimsfaraldurinn

Ef ég hefði verið spurð á sama tíma í fyrra hvar ég teldi að við værum stödd í heimsfaraldrinum Covid, þá hefði ég sagt að við værum komin í venjulegan takt í lífinu með aukna visku í farteskinu. Þá skiptir engu hvar gripið er niður hvort sem er í aukinni auðmýkt, faglegri þekkingu, styrkurinn sem við eigum í stærðinni okkar eða styrkurinn sem ég vissi við ættum í starfsfólkinu en kom mér samt á óvart. Vissi að við værum flott en ég vissi kannski ekki að við værum  „gordjöss.“ Ég er ekkert smá stolt að vinna með ykkur á Hrafnistu, ef þið voruð ekki búin að heyra það.

En fyrst við erum ennþá í faraldrinum þá veit ég að við munum halda uppi sterkum vörnum og saman læra að lifa með honum næstu árin án þess að það verði okkur jafn íþyngjandi og síðasta ár var fyrir íbúa, aðstandendur og starfsfólk.

Félagsskapurinn – menningin okkar

Ég geri ráð fyrir að við séum öll farin að sakna hvors annars, sakna þess að hittast utan vinnu og hafa gaman. Góðu fréttirnar eru þær að ef eitthvert ykkar var að velta fyrir sér mikilvægi þess að eiga þessar góðu stundir saman utan vinnu, þá leyfi ég mér að fullyrða að þið hafið séð að það skiptir mjög miklu máli. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að fá að hittast reglulega utan vinnu og hafa gaman en gera okkur og íbúum einnig glaðan dag í vinnunni. Maður er manns gaman. Ég hlakka gríðarlega til þess að fá að hitta ykkur utan vinnu þegar þar að kemur.

Kosningar – framtíðin í öldrun

Það eru áhugaverðar umræðurnar í þjóðfélaginu varðandi heilbrigðisþjónustu til aldraðra. Maður veltir fyrir sér hvort við eigum ekki að spyrja þann sem á eftir að þurfa að nýta sér þjónustuna hvað hann vilji. Hvaða væntingar hafa þeir sem eru að komast á aldur til þeirra þjónustumöguleika sem bíða þeirra? Hvað sjáið þið fyrir ykkur sem vinnið á Hrafnistu? Hver er framtíðin í öldrunarþjónustu? Hvaða samtöl eruð þið að eiga við þá sem nýta þjónustu hjúkrunarheimila núna, dagvalir, dagþjálfanir, dagendurhæfingu, hjúkrunarrými, hvíldarrými? Hvað getum við lært og sett jafnvel í framkvæmd til að mæta þeim þörfum? Hvaða spurninga eigum við að spyrja og hverja eigum við að spyrja?

Starfsafmæli á Hrafnistu

Eins og áður er það vel við hæfi að enda föstudagsmolana með að telja upp þá sem hafa átt starfsafmæli hjá okkur á Hrafnistu, en í hverjum mánuði á hópur starfsmanna formleg starfsafmæli og fá afhentar starfsafmælisgjafir í samræmi við það. Með hverju ári í starfi skapast verðmæt þekking sem er dýrmæt fyrir okkur á Hrafnistu. Sú þekking skilar sér beint til þeirra sem þiggja þjónustu hjá okkur.

Í júní, júlí og ágúst áttu eftirfarandi starfsmenn starfsafmæli:

Starfsafmæli í júní

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Sigurjóna Arna Guðlaugsdóttir og Tinna Sif Arnarsdóttir báðar á Sól-/Mánateig,  Sólveig Einarsdóttir á Vitatorgi, Margrét Björk Einarsdóttir á Lækjartorgi og Særún Embla Kristmannsdóttir í eldhúsi.

Í Hraunvangi eru það Brimhildur Gígja Jónsdóttir á Báruhrauni, Kamilla Rós Bjarnadóttir og Viktoría Dagmar Smáradóttir báðar á Bylgjuhrauni og Birta Guðný Árnadóttir og Steiney Þóra Helgadóttir báðar á Ölduhrauni. Í Boðaþingi eru það Urður Vilhjálmsdóttir, Diljá Rún Sigurðardóttir, Karen Rós Smáradóttir, Berglind Ósk Guðmundsdótitr og Þórdís Danielsdóttir.

Á Nesvöllum eru það Guðrún Edda Helgadóttir, Elín María Gunnarsdóttir og Salvacion Suraez. Á Hlévangi er það Hanna Valdís Haraldsdóttir. Á Ísafold eru það Natalía Sigurðardóttir, Hafdís Guðrún Þorkelsdóttir og Júlía Kristine Jónasdóttir. Á Sléttuvegi eru það Kamilla Tryggvadóttir, Helga Prani Hafsteinsdóttir og Valdís Þórðardóttir allar á Bergi.  

5 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Elísa Eir Skúladóttir á Sól-/Mánateig, Ásdís Sandra Ágústsdóttir á Lækjartorgi, Elín María Árnadóttir á Miklatorgi – Engey og Harpa Hrund Albertsdóttir á heilbrigðissviði. Í Hraunvangi er það Kristín Rannveig Óskarsdóttir á Báruhrauni. Í Boðaþingi er það Jóhanna Marta Kristensen. Á Nesvöllum er það Elzbieta Rodak. Á Hlévangi er það Tinna Penalver. Á Sléttuvegi er það Guðrún Svava Sveinsdóttir.

10 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Stella Davíðsdóttir í sjúkraþjálfun og Karen Xuan Kim í borðsal.

15 ára starfsafmæli: Í Laugarási er það Natasa Ristic á Miklatorgi – Engey.

20 ára starfsafmæli: Í Laugarási er það Margrét Kristín Guðmundsdóttir í bókhaldi og í Hraunvangi er það Lena Sædís Kristinsdóttir í sjúkraþjálfun.

Starfsafmæli í júlí

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Kristín Marksdóttir á Viðey dagþjálfun, Sara Líf Einarsdóttir og Dýrleif Arna Ómarsdóttir báðar á Sól-/Mánateig og Hanna Sledziewska á Vitatorgi.

Í Hraunvangi eru það Magdalena Pudo og Hlín Axelsdóttir báðar á Bylgjuhrauni, Salka Tinganelli á Báruhrauni og Marisa de Jesus Almeida Gomes í ræstingu. Á Nesvöllum eru það Guðlaug Anna Arnardóttir, Aníta Ósk Haraldsdóttir, Iwona Ewa Milczarek, Elín María Gunnarsdóttir og Hulda Magnúsdóttir. Á Ísafold er það Þórunn Jónína Tyrfingsdóttir. Á Sléttuvegi eru það Martha Guðrún Guðmundsdóttir, Angelyn Rós Facinabao og Sara Líf Einarsdóttir allar Bergi.  

5 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það María Erla Ólafsdóttir á Só-/Mánateig og Þorgerður Ýr Þorvarðardóttir hlaupari. Í Hraunvangi eru það Katarina Sara Stojadinovic á Ölduhrauni og Freydís María Friðriksdóttir í borðsal. Á Sléttuvegi er það Helena Benjamínsdóttir á Fossi. 

10 ára starfsafmæli: Í Laugarási er það Anna Margrét Vignisdóttir á Miklatorgi – Engey.

15 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Rodelio Servano Manalo á Miklatorgi – Engey, María Einarsdóttir á Sól-/Mánateig og Saliha Lirache í eldhúsi.

25 ára starfsafmæli: Í Hraunvangi er það Ólöf Erna Arnardóttir á Ölduhrauni.

Starfsafmæli í ágúst

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Loreta Macaitiene á Lækjartorgi og Hjördís Björk Þrastardóttir á Vitatorgi. Í Hraunvangi eru það Maria Helena Guerreiro Gomes og Hildur Kristín Kristjánsdóttir báðar á Ölduhrauni. Á Ísafold er það Rannveig Hafsteinsdóttir.

5 ára starfsafmæli: Í Laugarási er það Marta Kristmundsdóttir á Sól-/Mánateig. Í Hraunvangi eru það Ronald Andre í ræstingu, Valdís Pálmadóttir á Ölduhrauni og Nevruze Cabarova á Báruhrauni. Á Nesvöllum er það Sveindís Svana Guðmundsdóttir. Á Hlévangi er það Kristín Harpa Andersdóttir.  

10 ára starfsafmæli: Lijana Sadzon í borðsal Hrafnistu Hraunvangi.

15 ára starfsafmæli: Emilía Sveinsdóttir í sjúkraþjálfun Hrafnistu Laugarási.

20 ára starfsafmæli: Helena Björk Jónasdóttir í sjúkraþjálfun Hrafnistu Hraunvangi.

 

Til hamingju öll með starfsafmælið og hjartans þakkir fyrir góð störf í þágu Hrafnistu.

 

Kær kveðja til ykkar.

María Fjóla Harðardóttir,

Forstjóri Hrafnistu

 

(Meðfylgjandi mynd er fengin að láni á veraldarvefnum https://www.naturetrek.co.uk/tours/iceland-in-autumn-glaciers-icebergs-and-waterfalls)

 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur