Top header icons

Fyrir starfsfólk
Örugg skjalamótttaka Örugg skjalamótttaka Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 
 
 

Jólakveðja forstjóra 17. desember 2021 - María Fjóla Harðardóttir

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2021_2021-jlakveja-Mara.jpeg

Kæru samstarfsfélagar,

Fyrir nokkrum árum var ég að spjalla við heldri vinkonu mína um daginn og veginn og sagði henni að mér þætti allt í einu tíminn vera orðinn svo fljótur að líða, það væri hreinlega alltaf helgi. Hún svaraði mér því að ég ætti bara að þakka fyrir að það væru ekki alltaf jól, en þannig leið henni.

Jólin eru tíminn sem margir finna fyrir því að brynjan fellur og maður verður svolítið meyrari en venjulega, en það er nauðsynlegt af og til. Þetta er tíminn sem við viljum vera með fjölskyldunni, horfa á uppáhalds jólamyndina, borða óhóflega af góðum mat og njóta.

Mikilvægt er að muna að aðstæður eru ólíkar hjá hverjum og einum. Sem dæmi ef við horfum okkur nær þá eru margir af okkar íbúum að flytja að heiman og inn á hjúkrunarheimili eftir mögulega tugi ára í sama húsinu með sömu jólahefðirnar. Það er stór og mikil breyting sem tekur á. Aðrir eru mögulega að kljást við veikindi eða eru að kveðja sína ástvini. Á jólunum leitar hugurinn einnig til þeirra sem við söknum. Á þessum tíma þurfum við því meira knús og athygli heldur en aðra daga. Bið ykkur að hafa það í huga gagnvart íbúum, aðstandendum og hvort öðru.

Eins eru það þið kæra starfsfólk sem standið vaktirnar yfir hátíðirnar. Það hef ég sjálf gert og veit vel að það getur verið erfið tilhugsun að vera fjarri fjölskyldunni þegar klukkan slær jólin inn á aðfangadag. En reynslan mín er mjög notaleg stund með íbúum. Jólin eru mjög hátíðleg á Hrafnistuheimilunum og það er í okkar höndum, bæði fyrir íbúa og okkur sjálf, að sjá til þess að gera þau hátíðleg. Það hafið þið hingað til gert svo vel og ég veit að það verður líka um komandi jól.

Ég vona að þið eigið eftir að eiga dásamlega stund með ykkar ástvinum og mega jólin og áramótin verða ykkur góð. Ég hlakka til að hitta ykkur aftur á nýju ári og stefna með ykkur áfram við að gera þjónustuna enn betri en hún er í dag. Vegna ykkar er enn eitt árið liðið þar sem þið hafið sigrað heimsfaraldur enn og aftur. Vegna ykkar heldur fólk sinni reisn. Vegna ykkar er fólk öruggt. Með ykkur er allt hægt ❤

 

Kær kveðja,

María Fjóla, forstjóri Hrafnistuheimilanna.

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur