Top header icons

Fyrir starfsfólk
Örugg skjalamótttaka Örugg skjalamótttaka Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 
 
 

Föstudagsmolar 25. febrúar 2022 - María Fjóla Harðardóttir, forstjóri

 

Kæru samstarfsfélagar,

 

Vertu blessuð Covid-19

Þá er komið að þessu……. þrátt fyrir möguleg ný afbrigði af Covid þá erum við stödd í deginum í dag og fögnum því að við sjáum fyrir endann á þessu stríði, sem hefur varað í tvö ár, og þið áfram heimsmeistarar í árangri sem þið hafið enn og aftur náð við að verja íbúa heimilanna. Það er allavega búið að aflétta sóttvarnarráðstöfunum í samfélaginu, utan Hrafnistuheimilanna,  en eins og þið hafið fengið upplýsingar um þá höldum við enn ákveðnum vörnum uppi innan Hrafnistu þar sem starfsfólk  hefur verið að veikjast þótt stór hópur sé nú þegar búinn að ganga í gegnum Covid og er kominn aftur til starfar. Með því að halda ennþá uppi ákveðnum sóttvörnum og heimsóknarreglum þá erum við  að vonast til að  ná að fletja út smit-kúrfu starfsmanna og halda þannig uppi grunn þjónustu til íbúa heimilanna. Það er okkar megin verkefni og ábyrgð. Við sendum baráttukveðjur til þeirra sem eru lasnir en einnig til þeirra sem vinna hörðum höndum við að halda uppi þjónustunni á meðan starfsfélagar okkar ná aftur heilsu. Blessunarlega eru íbúar okkar almennt ekki að veikjast alvarlega né heldur starfsfólkið.

Að þessu sögðu þá eru samt sem áður heimili og deildir innan Hrafnistu sem hafa náð ákveðnu hjarðónæmi vegna fjölda þeirra starfsmanna sem þegar hafa smitast og er það mjög ánægjulegt. Þið látið ykkur því ekki bregða þótt einhver hluti heimilis eða ákveðin heimili séu búin að aflétta meira en önnur.

Hrafnista lifnar við að nýju

Það er tímabært að fara að vekja upp partý-drekann á Hrafnistu, þótt við séum enn að berjast. Bolludagurinn er á mánudaginn með öllu tilheyrandi, svo sprengidagurinn og síðast en ekki síst er það svo einn af okkar uppáhaldsdögum hér á Hrafnistu, sjálfur Öskudagurinn. Ég ætla rétt að vona að þið séuð að velja búninga í þessum töluðu orðum eða hreinlega búin að því, ég er allavega klár.

Svo eru það aðrar skemmtanir fyrir starfsmenn sem við erum nú þegar byrjuð að skoða og eigum eftir að skoða betur með starfsmannafélögum heimilanna. Þið getið allavega farið að láta ykkur hlakka til um leið og sól hækkar á lofti. Það er ekki slæmt að byrja fjörið á undankeppni Eurovision 2022 sem hefst um helgina.

Lífshlaup ÍSÍ

Nú er Lífshlaupinu lokið en eins og flest ykkar vita er Lífshlaupið heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er í frítíma, við vinnu, í skóla og við val á ferðamáta en keppnin stendur í þrjár vikur í febrúar.

Líkt og undanfarin ár var Hrafnista þátttakandi í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins og það hefur svo sannarlega verið gaman að fylgjast með ykkur starfsfólki Hrafnistu í gegnum workplace undanfarnar vikur þar sem þið hafið verið dugleg að setja inn myndir og myndbönd af útivist og hreyfingu af ýmsu tagi. Þvílíkur keppnisandi og hvatning sem starfsfólk sýndi hvort öðru í þessu verkefni, þið eruð frábær! Hrafnista varð í 3. sæti í ár hvað varðar fjölda daga á hreyfingu og í 2. sæti hvað varðar mínútufjölda. Það er sannarlega glæsilegur árangur.

Til hamingju starfsfólk Hrafnistu fyrir frábæra frammistöðu!

Starfsafmæli í febrúar

Eins og áður er það vel við hæfi að enda föstudagsmolana á því að segja frá starfsafmælum í okkar stóra starfsmannahóp hér á Hrafnistu en með hverju ári í starfi skapast verðmæt þekking sem er dýrmæt fyrir okkur á Hrafnistu. Sú þekking skilar sér beint til þeirra sem þiggja þjónustu hjá okkur. Í febrúar eiga eftirfarandi starfsmenn formleg starfsafmæli.

3 ára starfsafmæli:Í Laugarási eru það Kristín Marksdóttir á Viðey dagþjálfun, Berglind Héðinsdóttir á Lækjartorgi og Eygló Ibsen Ómarsdóttir, Sigríður Ása Arnarsdóttir, Björk Sigurðardóttir allar á Sól- og Mánateig. Í Hraunvangi eru það Ingibjörg Sigurðardóttir á Sjávar- og Ægishrauni, Hanna Rósa Björnsdóttir á Ölduhrauni og Júlíana Kristný Sigurðardóttir, Valbona Qerimi, Hekla Marey Steingrímsdóttir, Hekla Sif Þórsdóttir allar á Bylgjuhrauni. Á Hlévangi er það Paulina Iwona Piatek. Á Ísafold eru það Sara Huld Halldórsdóttir og Íris María Mortensen og á Hrafnistu Sléttuvegi er það Runólfur Óttar Kristjánsson á Fossi.

5 ára starfsafmæli:Í Laugarási er það Guðrún Bjarkadóttir aðstoðardeildarstjóri á Sól- og Mánateig og Indíana Líf Bergsteinsdóttir í eldhúsi. Í Boðaþingi er það Helga Vilhelmína Vilhelmsdóttir. Á Nesvöllum er það Natalia Molina Marchadesch. Á Ísafold eru það Birna Björnsdóttir, Charlyn Burabod Gomez, Elín Ragnheiður Magnúsdóttir, Elísabet Dagfinnsdóttir, Hafdís Lilja Þórsdóttir, Hanna Bednarek, Helga Björk Sigurðardóttir, Lára Íris Lárusdóttir, Margrét Unnur Ólafsdóttir, Rut Aradóttir, Sigurborg A. Helgadóttir, Tara Katrín Sigursteinsdóttir, Andrea Fanney Harðardóttir og Steinunn Ósk Geirsdóttir hjúkrunardeildarstjóri.

10 ára starfsafmæli:  Í Laugarási er það Valgeir Elíasson deildarstjóri launa- og bókhaldsdeildar. Í Hraunvangi er það María Holbickova á Sjávar og Ægishrauni. Í Boðaþingi er það Guðrún Jónsdóttir.  

15 ára starfsafmæli:Rima Juddisiene í ræstingu og Sigrún Linda Birgisdóttir á Sól- og Mánteig, báðar í Laugarási.

Til hamingju öll með starfsafmælið og hjartans þakkir fyrir góð störf í þágu Hrafnistu.

 

Eigið dásamlega helgi hvar sem þið eruð stödd.

Bestu kveðjur,

María Fjóla Harðardóttir,

Forstjóri Hrafnistu.

 

 

  •  

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur