Top header icons

Örugg skjalamótttaka Örugg skjalamótttaka Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 
 
 

Föstudagsmolar 3. júní 2022 - Gestahöfundar eru starfsfólk dagendurhæfingar Hrafnistu í Laugarási

Sumarið er tíminn - þegar hjartað verður grænt, syngur Bubbi Morthens, og má með sanni segja að hjartað sé fagurgrænt bæði hjá starfsfólki og dvalargestum Dagendurhæfingar Hrafnistu Laugarási í Reykjavík.

Það er gangur lífsins að eldast og því mikilvægt, ekki einungis fyrir aldraða heldur alla einstaklinga að gera sér grein fyrir því hve eðlilegt ferli það er að upplifa bæði líkamlegar og félagslegar breytingar í lífinu. Í augum margra er aldur þó afstæður og ákaflega misjafnt hvernig fólk upplifir þessar breytingar sem geta bæði verið neikvæðar og jákvæðar.

Á dagendurhæfingardeild er lögð áhersla á að veita markvissa endurhæfingarþjálfun í samræmi við þarfir hvers og eins sem miðar að því að styrkja og efla líkamlega færni og félagslega virkni sem stuðlar að aukinni færni til sjálfstæðrar búsetu.

Blessunarlega bera dvalargestir starfseminni allri og starfsfólki deildarinnar gott orð og koma jafnvel aftur um leið og færi gefst. Því er afar mikilvægt að starfsfólkið hafi „grænt‟ og kærleiksríkt hjartalag sem er tilbúið að vaxa og dafna á degi hverjum og gefa af sér til dvalargesta, heimilsfólks og alls starfsfólks á Hrafnistu af einlægri hlýju og með auðmýkt.

Auk þess er ókeypis að brosa og getur bros svo sannarlega dimmu í dagsljós breytt, dregið úr einmanaleika og aukið hamingju fólks.

Jákvæðni og virðing fyrir dvalargestum ásamt virkri hlustun er mikilvægur þáttur sem vert er að minna sig sífellt á og getur þá verið gott að hafa í huga hina gullnu reglu: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“ (Matt 7.12). Við vitum aldrei hvenær við getum orðið hjálpar- þurfi og því er mikilvægt að eiga frumkvæðið að því að gera það fyrir aðra sem við myndum vilja að þeir gerðu fyrir okkur. Umhyggjan fyrir náunganum er mikilvægur kjarni í lífi fólks og undirstaða okkar fyrir manngildi og mannréttindum.

 

Íslenskt sumar er töfrandi tími með björtum sumarnóttum, breytilegu veðri, lækjarnið, hlýjum andvara, hneggjandi hrossagaukum og „grænu“ hjarta á Hrafnistu – Lífið er núna! Verum þakklát, jákvæð, kærleiksrík og brosmild.

 

Kærleiksknús,

Starfsfólk Dagendurhæfingar Hrafnistu Laugarás í Reykjavík.

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur