Fréttasafn

Nýtt hjúkrunarheimili rís í Boðaþingi

Lesa meira...

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarna mánuði við Hrafnistu Boðaþing í Kópavogi þar sem risið er nýtt 64 rýma hjúkrunarheimili og verður það tekið í notkun á vormánuðum. Nýja hjúkrunarheimilið tengist við þjónustumiðstöð og núverandi hjúkrunarheimili við Boðaþing 5-7, leiguíbúðum aldraðra við Boðaþing 22-24 og verður innangengt á milli þessara bygginga. Fyrri áfangi hjúkrunarheimilisins, 44 hjúkrunarrými,  var tekinn í notkun árið 2010 og hefur Hrafnista séð um að reka heimilið frá upphafi. Þegar nýja hjúkrunarheimilið verður tekið í notkun verða hjúkrunarrýmin alls 108 talsins í Boðaþingi. Sjómannadagsráð og Hrafnista hafa komið að hönnun og skipulagi á nýja heimilinu enda mikil þekking og reynsla sem býr þar að baki. Framkvæmdasýslan Ríkiseignir (FSRE) og Kópavogsbær standa að baki framkvæmdinni. THG Arkitektar eru aðalhönnuðir byggingarinnar og stýriverktaki er ISTAK.  Samvinna allra aðila á framkvæmdatímanum hefur verið með miklum ágætum og áberandi er metnaður allra að skila góðu verki.

Meðfylgjandi mynd var tekin í síðustu viku þegar stjórn Sjómannadagsráðs fór í skoðunarferð um nýju bygginguna til að fylgjast með framvindu verkefnisins.

 

Lesa meira...

 

 

Lesa meira...

Fræðsla til starfsmanna um samskipti

Lesa meira...

Í febrúarmánuði ár hvert er lögð áherslu á samskipti í allri  fræðslu til starfsfólks Hrafnistu. Í ár er engin breyting þar á og hófst febrúarmánuður með trompi. Öllu starfsfólki Hrafnistu var boðið upp á fyrirlestur með Röggu Nagla um Listina að setja heilbrigð mörk. Fyrirlesturinn var haldinn á þremur Hrafnistuheimilum og var vel sóttur á öllum stöðum. Mikil ánægja var meðal þeirra starfsmanna sem hlýddu á erindið.

Við þökkum Röggu Nagla kærlega fyrir frábæran fyrirlestur.

 

 

Lesa meira...

Þjónustukönnun 2024 - helstu niðurstöður

Lesa meira...

Haustið 2024 lét Hrafnista framkvæma þjónustukönnun meðal íbúa og aðstandenda. Helstu niðurstöður úr þeirri könnun má finna í meðfylgjandi skjali hér fyrir neðan. 

Þjónustukönnun Hrafnistu 2024 - helstu niðurstöður

Tilgangurinn með þjónustukönnun er að gefa stjórnendum og starfsfólki Hrafnistu innsýn í líðan og upplifun íbúa til þess að geta séð hvað vel er gert og hvað megi gera betur. Árið 2022 var framkvæmd sambærileg könnun og hefur hún verið nýtt til að bæta þjónustuna á Hrafnistu. Fyrirtækið Prósent, sem er þekkingarfyrirtæki á sviði markaðsrannsókna, sá um framkvæmd beggja kannana.

Hrafnista vill þakka þeim íbúum og aðstandendum, sem tóku þátt, fyrir þeirra mikilvæga framlag og munu niðurstöðurnar verða nýttar markvisst til að bæta þjónustu við íbúa og aðra þjónustuþega á Hrafnistu.

Fyrir hönd Hrafnistu,
Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, mannauðsstjóri.
Gunnur Helgadóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu.
Elva Gísladóttir, sérfræðingur og verkefnastjóri á heilbrigðissviði.

 

 

Lesa meira...

Namaste nálgun á Hrafnistu

Lesa meira...

Sunnefa Lindudóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Hrafnistu Skógarbæ, var gestur í Mannlega þættinum á Rás 1 á dögunum. Þar sagði hún frá Namaste nálgun sem innleidd hefur verið á Hrafnistu.

„Á Hrafnistu hefur verið að innleidd nálgun sem er kölluð Namaste. Þessi nálgun er hugsuð sem hlýleg og róleg stund með það að markmiði að bæta vellíðan íbúa, draga úr óróleika og gefa starfsfólki verkfæri til að nálgast íbúa af nærgætni og kærleika. Namaste nálgun var upprunalega hugsuð fyrir fólk með langt gengna heilabilun en reynslan sýnir að Namaste stund hentar í raun öllum íbúum á hjúkrunarheimilum vegna þess hversu auðvelt það er að sníða það að persónulegum þörfum hvers og eins."

Mannlegi þátturinn á RÁS 2

 

 

 

Lesa meira...

Jólakveðja

Lesa meira...

Hrafnista óskar íbúum, aðstandendum, starfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Lesa meira...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýtt Hrafnistubréf komið út

Lesa meira...

Nýtt Hrafnistubréf, kynningarblað um starfsemi Hrafnistu, er komið út. Í þessu nýja tölublaði er stiklað á stóru yfir það helsta sem drifið hefur á daga okkar sem lifum og störfum á Hrafnistu frá því að síðasta Hrafnistubréf var gefið út sl. vor. Einnig er þar að finna skemmtileg viðtöl, greinar og fleira ásamt mörgum skemmtilegum myndum úr starfinu.

Forsíðumyndina að þessu sinni prýðir hefðarkötturinn Shrek sem heldur mikið til á Hrafnistu í Laugarási  þar sem hann hittir marga á hverjum degi og fær gott klapp eða gott spjall. Einnig fer hann í eftirlitsferðir um húsið og heilsar upp á íbúa og starfsfólk en Shrek er hvers manns hugljúfi og í miklu uppáhaldi meðal íbúa, starfsfólks og gesta.

Hrafnistubréf desember 2024

 

 

 

Lesa meira...

Hrafnista innleiðir lyfjavaka

Lesa meira...

Hrafnista hefur undirritað samstarfssamning við heilbrigðistæknifyrirtækið Helix um innleiðingu á hugbúnaðarlausninni Lyfjavaka fyrir hjúkrunarheimilin sín. 

Innleiðing Lyfjavaka er hluti af stafrænni vegferð Hrafnistu og mun lausnin auka öryggi í umsýslu lyfja, tryggja gæði lyfjaskráningar og veita betri yfirsýn við lyfjatiltekt. 

Lyfjavaki er rafrænt lyfjaskráningarkerfi sem gerir hjúkrunarfræðingum kleift að halda utan um skráningar á lyfjatiltekt og lyfjagjöfum íbúa. Jafnframt er notast við smáforrit til að staðfesta lyfjagjafir. Með notkun Lyfjavaka er tryggt að rekjanleiki lyfjagjafa sé í samræmi við þær kröfur sem gilda um slíka skráningu.

Betri yfirsýn og aukið öryggi

„Það er ánægjulegt að fá Hrafnistu inn í hóp hjúkrunarheimila og heilbrigðisstofnana sem nýta sér Lyfjavaka. Lausnin okkar stuðlar að betri yfirsýn heilbrigðisstarfsfólk og tryggir nákvæmari og öruggari lyfjagjöf.  Það hvetur okkur hjá Helix áfram í þeirri vegferð að bjóða tæknilausnir fyrir hjúkrunarheimlili og aðrar heilbrigðisstofnanir,“ segir Magnús Már Steinþórsson, vörustjóri hjá Helix.

Gunnur Helgadóttir framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs hjá Hrafnistu segir að innleiðingin muni hafa jákvæð áhrif á starfsemi heimilanna. „Lyfjavaki á eftir að auka yfirsýn fagaðila á lyfjagjöfum og þar með tryggja betur gæði og öryggi“.

 

Lesa meira...

Gunnur Helgadóttir framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu, María Hrund Stefánsdóttir sérfræðingur á heilbrigðissviði, Oddgeir Reynisson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Hrafnistu, Arna Harðardóttir framkvæmdastjóri Helix, María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Magnús Már Steinþórsson vörustjóri hjá Helix, Harpa Hrund Albertsdóttir sérfræðingur á heilbrigðissviði Hrafnistu og Emil Gunnar Einarsson forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Helix.

 

 

Lesa meira...

Mikil fjölgun aldraðra á komandi árum

Lesa meira...

Mikil fjölgun eldra fólks er fyrirsjáanleg í íslensku samfélagi á næstu 15 árum. Einkum í hópi þeirra sem komnir eru yfir áttrætt. Fjöldinn mun meira en tvöfaldast, fara úr 14.000 manns í um 28.000 manns.

Þetta benda þær María Fjóla Harðardóttir stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Halla Thoroddsen stjórnarmaður í SFV á í grein sem birtist á visir.is í dag.

Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? 

 

 

Lesa meira...

Hrafnista tekur við rekstri félagsmiðstöðvarinnar Boðans í Kópavogi

Lesa meira...

Kópavogsbær hefur samið við Hrafnistu um rekstur félagsmiðstöðvarinnar Boðanum í Boðaþingi en Hrafnista hefur frá árinu 2010 rekið 44 rýma hjúkrunarheimili  í sama húsnæði og 30 rýma dagdvöl. Unnið er að því að stækka hjúkrunarheimilið um 64 hjúkrunarrými og verður þeim framkvæmdum lokið í vor. Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistu, á og rekur einnig 95 leiguíbúðir í Boðaþingi í gegnum leigufélagið Naustavör. Boðinn verður áfram opinn öllum og boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og viðburði.

Hrafnista tekur við rekstri Boðans

 

 

Lesa meira...

Síða 1 af 178

Til baka takki