Þjónustukönnun 2024 - helstu niðurstöður
Haustið 2024 lét Hrafnista framkvæma þjónustukönnun meðal íbúa og aðstandenda. Helstu niðurstöður úr þeirri könnun má finna í meðfylgjandi skjali hér fyrir neðan.
Þjónustukönnun Hrafnistu 2024 - helstu niðurstöður
Tilgangurinn með þjónustukönnun er að gefa stjórnendum og starfsfólki Hrafnistu innsýn í líðan og upplifun íbúa til þess að geta séð hvað vel er gert og hvað megi gera betur. Árið 2022 var framkvæmd sambærileg könnun og hefur hún verið nýtt til að bæta þjónustuna á Hrafnistu. Fyrirtækið Prósent, sem er þekkingarfyrirtæki á sviði markaðsrannsókna, sá um framkvæmd beggja kannana.
Hrafnista vill þakka þeim íbúum og aðstandendum, sem tóku þátt, fyrir þeirra mikilvæga framlag og munu niðurstöðurnar verða nýttar markvisst til að bæta þjónustu við íbúa og aðra þjónustuþega á Hrafnistu.
Fyrir hönd Hrafnistu,
Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, mannauðsstjóri.
Gunnur Helgadóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu.
Elva Gísladóttir, sérfræðingur og verkefnastjóri á heilbrigðissviði.