Top header icons

 

Fyrir starfsfólk

 


Örugg skjalamótttaka


Örugg skjalamótttaka


Fyrir starfsfólk


Hrafnista á Facebook

 

Nærri 3.000 páskaegg á leið til Hrafnistu

Páskaegg á leiðinni
Páskaegg á leiðinni
Það styttist óðum í páska og eins og undanfarin ár vinna starfsmenn Nóa Siríus nú hörðum höndum við framleiðslu á sérmerktu páskaeggjunum sem send innan skamms til heimilismanna og starfsmanna á Hrafnistuheimilunum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ.
 
Hvert og eitt páskaegg inniheldur sérprentaðan málshátt sem eru jafn fjölbreyttir að innihaldi og þeir eru margir. Málshættirnir koma víða að úr Hrafnistusamfélaginu, enda húmor og hugmyndaflug heimilisfólks jafnt sem starfsfólks víða með skrautlegasta móti í frumsömdu málsháttunum.
 
Dæmi um það eru t.d. málshættirnir „Betra er að vera prýddur gáfum en gjörvileika á Hrafnistu“ og „Sjaldan er góður matur of oft tugginn á Hrafnistu“ Svo er þessi góður: „Margur er gikkur þótt hann sé gamall á Hrafnistu“ Þetta eru bara örfá dæmi sem við stöndumst ekki að leka hér á fésinu. 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur