Íris Sveinsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir á Hrafnistu í Hafnarfirði og Kópavogi. Hún mun hefja störf 1. mars næstkomandi og tekur við starfinu af Hlyni Þorsteinssyni, sem lætur af störfum á næstunni að eigin ósk. Íris er heimilislæknir og hefur undanfarin ár starfað á heilsugæslustöðvunum í Salarhverfi og Bolungarvík.
Um leið og Hlyni er þakkað fyrir góð og gegn störf fyrir Hrafnistu þá er Íris boðin hjartanlega velkomin að Hrafnistu.