Á Hrafnistu Skógarbæ vinnur starfsfólk frá um 20 þjóðernum. Matarmenning er mismunandi á milli landa og síðastliðinn föstudag var haldið alþjóðlegt matarboð þar sem starfsfólk bauð upp á rétt frá sínu landi.
Starfsmenn fengu ekki aðeins að njóta matar heldur fengu þeir einnig að sjá dansa frá Filippseyjum, Afríku, Thaílandi og Íslandi. Einnig fengu þeir að sjá uppáhellingu á kaffi sem er athöfn á stórhátíðardögum í Eritreu.
Litríki maturinn, góða lyktin, fallegu fötin, sögurnar á bakvið matinn og menningu gaf öllum innsýn í menningarheim þeirra sem hann báru fram og mun matarboðið verða endurtekið sem allra fyrst.