Í gær var haldið upp á það að níu ár eru síðan fyrstu íbúarnir fluttu inn á Nesvelli í Reykjanesbæ og Hrafnista tók við rekstrinum. Að sjálfsögðu var haldin veisla í tilefni dagsins.
Boðið var upp á dýrindis lambahrygg ásamt tilheyrandi meðlæti og að sjálfsögðu var súkkulaðimús í eftirrétt og skálað var fyrir deginum með Sherry og Baileys. Settir voru ljúfir tónar í tækið og íbúar og starfsfólk áttu notalega samverustund saman.