Top header icons

 

Fyrir starfsfólk

 


Örugg skjalamótttaka


Örugg skjalamótttaka


Fyrir starfsfólk


Hrafnista á Facebook

 

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á öllum Hrafnistuheimilunum

Sjómannadagurinn er sannkallaður stórhátíðardagur á Hrafnistu en eins og margir vita eru Hrafnistuheimilin í eigu Sjómannadagsráðs sem stofnað var af sjómannafélögum í Reykjavík og Hafnarfirði 25. nóvember 1937. Í fyrstu var tilgangurinn að standa fyrir árlegum sjómannadegi, en mikill stuðningur almennings við samtökin strax í upphafi leiddi fljótlega til þeirrar ákvörðunar (1939) að ráðið skyldi beita sér fyrir byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn (DAS).

Það var því mikið um dýrðir á öllum Hrafnistuheimilunum á sjálfan sjómannadaginn. Heimilin voru öll skeytt venju samkvæmt í tilefni dagsins og dagskrá heimilanna var með fjölbreyttu sniði. Lúðrasveit Reykjavíkur spilaði fyrir íbúa í garðinum samkvæmt venju á Hrafnistu í Laugarási og Lúðrasveit Hafnarfjarðar spilaði fyrir íbúa á Hrafnistu í Hraunvangi. Í framhaldinu var Sjómannamessa haldin í á báðum stöðum. Í hádeginu var boðið upp á kótilettur í raspi á öllum heimilunum og í síðdegiskaffinu var borin fram dýrindis marsipanterta. Tónlistaratriði voru flutt á öllum heimilum fyrir íbúa og gesti.  Á Hrafnistu Laugarási söng Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir og Helgi Hannesar spilaði undir á píanó. Á Hrafnistu Hraunvangi söng Guðrún Gunnarsdóttur söngkona og Pálmi Sigurhjartar spilaði undir á píanó. Á Hrafnistu í Reykjanesbæ (Nesvöllum og Hlévangi) söng Marína Ósk sig inn í hug og hjörtu viðstaddra. Á Hrafnistu Sléttuvegi fluttu þeir Halli Melló, Jón Ólafsson og Gói Karlsson „Lögin úr leikhúsinu“. Á Hrafnistu Boðaþingi, Ísafold og Skógarbæ fór Bragi Fannar á milli deilda og spilaði á harmonikkuna af sinni alkunnu snilld.

Við þökkum öllu þessu frábæra listafólki kærlega fyrir þeirra framlag við að gera sjómannadaginn hátíðlegan á Hrafnistu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistuheimilunum á sjómannadaginn.

 

 

  •  

     

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur