Fréttasafn

Í gamla daga snerust jólin um Guð og Jesúbarnið

Lesa meira...

 

Skemmtilegt viðtal birtist í Fréttablaðinu á dögunum við Maríu Arnlaugsdóttur sem hefur lifað hundrað jól. María er íbúi á Hrafnistu og í viðtalinu segir hún m.a. jólin í gamla daga hafa verið látlaus en hátíðleg og snúist um Jesúbarnið en að lítið fari fyrir Guði í jólum nútímans.  „Ég man fyrst eftir mér á aðfangadagskvöld árið1924.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér: Í gamla daga snérust jólin um Guð og Jesú barnið 

 

 

 

Lesa meira...

Leikskólabörn í heimsókn á Hrafnistu Hlévangi Reykjanesbæ

Lesa meira...

Það var notalegur dagur á Hlévangi í dag, jólatréð var skreytt og falleg og prúð leikskólabörn komu í heimsókn og sungu fallega jólasöngva. Jólapakkar voru opnaðir en Hrafnista gefur heimilinu gjafir sem nýtist öllum vel. Í ár komu skemmtileg spil, ölglös og vöfflujárn upp úr pökkunum. Í hádeginu voru borð dúkuð upp og Hrafnista bauð starfsfólki sínu í jólamat.

 

Lesa meira...

Jólaandi á Hrafnistu í Skógarbæ

Lesa meira...

Í dag var jólapeysudagur á Hrafnistu í Skógarbæ og Hrafnista bauð öllu starfsfólki sínu að þiggja jólamat í hádeginu, jóla skinku með sykurbrúnuðum kartöflum, eplasalati og öllu tilheyrandi.

Góðir gestir hafa heimsótt Skógarbæ síðustu vikur sem hafa sungið fyrir íbúa og starfsfólk og aðstoðað við að kalla fram sannkallaðan jólaanda.

 

Lesa meira...

Wilma P. Cortes 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Ronald, Wilma, Kristín og María Fjóla.
Lesa meira...

Wilma P. Cortes, starfsmaður í ræstingu á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Wilma fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Á myndinni eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Ronald Andre aðstoðardeildarstjóri, Wilma, Kristín Benediktsdóttir deildarstjóri ræstingar og María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Kótilettudagur á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Öllum íbúum og starfsfólki Hrafnistuheimilanna var boðið í mat í hádeginu í dag í tilefni af 85 ára afmæli Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilana, sem stofnað var þann 25. nóvember 1937 af ellefu stéttarfélögum sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Að sjálfsögðu var boðið upp á þjóðarrétt Hrafnistu, kótilettur í raspi ásamt öllu tilheyrandi. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistu Nesvöllum í hádeginu í dag.

 

Lesa meira...

Öryggisbúnaður eða fjötrar?

Lesa meira...

 

Þau Anna Björg Jónsdóttir, yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítala og formaður félags íslenskra öldrunarlækna, María Fjóla Harðardóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistuheimilanna, Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítala og formaður Læknafélags Íslands og Sigurjón N. Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa ritað grein varðandi öryggi íbúa á heilbrigðisstofnunum. Greinina má nálgast hér: Öryggi íbúa á heilbrigðisstofnunum: Fjötrar eða öryggisbúnaður?

Þær María Fjóla og Steinunn voru gestir í morgunþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má nálgast hér: Bítið – Getum við treyst að vel sé farið með gamla fólkið okkar?

 

 

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Njörður færir Hrafnistu fjölþjálfa æfingartæki

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Njörður hefur afhent  Hrafnistu í Laugarási, Skógarbæ og Boðaþingi þrjú endurhæfingar- og styrktartæki frá framleiðandanum Spirit og eru að verðmæti um tvær milljónir króna. Um er að ræða svokallaða fjölþjálfa sem þjálfa bæði hendur og fætur og verða þeir staðsettir í Laugarási og í Skógarbæ og sethjól sem þjálfar fætur og verður staðsett í Boðaþingi. Tækin koma til með að nýtast bæði íbúum og öðrum þjónustuþegum Hrafnistu. Við þökkum Lionsmönnum kærlega fyrir rausnarlegar gjafir.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar æfingartækin voru afhent á Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Síða 13 af 178

Til baka takki