Kótilettudagur á Hrafnistu
Öllum íbúum og starfsfólki Hrafnistuheimilanna var boðið í mat í hádeginu í dag í tilefni af 85 ára afmæli Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilana, sem stofnað var þann 25. nóvember 1937 af ellefu stéttarfélögum sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Að sjálfsögðu var boðið upp á þjóðarrétt Hrafnistu, kótilettur í raspi ásamt öllu tilheyrandi. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistu Nesvöllum í hádeginu í dag.