Fréttasafn

Hrafnista í Reykjavík-endurhæfing-hvað nú?

Lesa meira...
Í Morgunblaðið í dag, 26. febrúar, ritar Anna Sigríður Árnadóttir, fyrrverandi menntaskólakennari, áhugaverða blaðagrein sem Hrafnista leyfir sér hér með að birta í heild sinni:
 
„Ég hef hingað til ekki kært mig um að bera sjúkrasögu mína á torg í blöðum, en nú er svo komið að ég get ekki lengur staðið hlutlaus hjá og orða bundist. Ég er það sem í dag er kallað »langveik« og hef verið það í 30 ár. Ég starfaði sem menntaskólakennari en varð að láta af störfum af heilsufarsástæðum allt of snemma, sem var afar erfitt þar sem ég unni mjög starfi mínu.
 
Frá árinu 2010 versna veikindin mjög, eitt tekur við af öðru og árið 2014 er svo komið að hjólastóllinn er kominn í hús, gigtin batnar ekki og bæði hné búin. Ég þráaðist við og gat ekki hugsað mér að setjast baráttulaust í hann. Læknar mínir treystu mér illa í hnéliðaskipti, m.a. vegna annarra sjúkdóma og því bentu læknar mér á dagþjálfun Hrafnistu sem undirbúning fyrir hnéliðaskipti. Ég fékk hálfgert áfall, fædd 1946, en þar með orðin nógu gömul til að geta sótt um þar. Það var gert og það var kvíðin kona sem þar mætti fyrsta daginn. Það var óþarfi því allir sem að þeirri deild koma eru yndislegt fólk, vinna afar faglega og sýna fólki virðingu, hlýju og tillitssemi. Þarna var ég í nokkrar vikur að búa mig undir aðgerðina. Þessu fólki sendi ég öllu mínar innilegustu þakkarkveðjur.
Lesa meira...

Lokahóf í lestrarverkefni Hrafnistu í Hafnarfirði og Víðistaðaskóla

Í október síðastliðinn hófst samvinnuverkefni á milli iðjuþjálfunar á Hrafnistu Hafnarfirði og Víðistaðaskóla. Börnin í 5. bekk komu vikulega, hver bekkur á þriggja vikna fresti, með sínum kennara til að lesa fyrir heimilisfólk og einstaklinga í dægradvölinni. Þetta var hluti af lestrarátaki innan skólasamfélagsins og var markmiðið að börnin æfðu sig í að lesa upphátt og framburð. Þau lásu ýmist skólaljóð eða yndislestur og höfðu allir virkilega gaman af þessu lestrarverkefni. Það voru margar fallegar kveðjur sem áttu sér stað þar sem börnin þökkuðu fyrir sig og fólkið þeim fyrir að koma og lesa fyrir sig því það höfðu skapast mörg góð vinasambönd á þessum tíma. Guðni frá Fjarðarpóstinum kíkti á okkur, okkur til mikillar gleði. Virkilega skemmtilegt samstarfsverkefni og þökkum við börnunum og kennurum kærlega fyrir góðar stundir saman.
 

Ný nöfn a deildir Hrafnistu í Reykjavík

Í hádeginu í gær á Skálafelli  voru  tilkynnt ný nöfn á deildir á Hrafnistu í Reykjavík.Deildir fá ný nöfn á Hrafnistu í Reykjavík : Lækjartorg, Vitatorg, Miklatorg, Viðey, Engey, Sólteigur og Mánateigur
Gömlu nöfnin á deildunum voru óþjál og stofnanaleg, því var sett á laggirnar nafnanefnd til að finna ný nöfn. Í henni áttu sæti Alma Birgisdóttir, Betty Guðmundsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Jóhanna Davíðsdóttir, Ruth Árnadóttir og Sigrún Stefánsdóttir. Nefndin óskaði eftir tillögum frá íbúum og starfsmönnum á  heimilinu og bárust nefndinni mjög mörg góð nöfn. Nefndinni beið erfitt starf að velja úr öllum þessu flottu nöfnum, en það hafðist og gott betur þar sem ákveðið var að gefa fleiri stöðum á Hrafnistu nafn en bara deildum.
Lesa meira...

Hátíðarguðsþjónusta á páskadag

Lesa meira...
Fjölmenni var við hátíðarguðsþjónustu á páskadag. Sungið var hátíðartón Bjarna Þorsteinssonar. Organistinn var Kristín Waage. Forsöngvari var Jóhanna Ósk Valsdóttir. Kvartettinn A capella söng en það voru þau Þóra Björnsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Örvar Már Kristinsson og Ásgeir Eiríksson. Ritningarlestra lásu Kjartan Trausti Sigurðsson og Edda Magnúsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikaði og þjónaði fyrir altari.

Messa á skírdag

Lesa meira...
Margir tóku þátt í hátíðlegri messu á skírdag. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur sem prédikaði en hún er fyrsti kvenprófasturinn í prófastsdæminu. Hin efnilega unga söngkona Helene Inga Stankiewitcz söng en hún er að ljúka burtfararprófi frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Félagar úr Kammerkór Áskirkju sungu. Organisti var Magnús Ragnarsson. Ritningarlestra lásu Kristín Guðjónsdóttir og Björk Konráðsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal þjónaði fyrir altari.
Lesa meira...

Viðurkenning Öldungaráðs Íslands

Öldrunarráð Íslands veitir sérstaka viðurkenningu til fyrirtækja eða stofnanna sem hafa myndað sér framúrskarandi stefnu varðandi starfslok starfsmanna sinna og framfylgja henni á ábyrgan máta. Hér með óskar Öldrunarráð eftir tilnefningum til viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands. Öllum er heimilit að senda inn tilnefningar.
Frestur til að senda inn tilnefningar er til og með 26. apríl. 

Nýr deildarstjóri Hrafnistu í Kópavogi

Erla Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Kópavogi. Hún hefur starfað á Hrafnistu frá árinu 2012. Erla útskrifaðist með B.S. próf í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2012. Erla er boðin velkomin í stjórnendahóp Hrafnistu og Rósu Guðlaugu Kristjánsdóttur sjúkraþjálfara þakkað  fyrir samstarfið og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. 

 

 

 

Nærri 3.000 páskaegg á leið til Hrafnistu

Páskaegg á leiðinni
Lesa meira...
Það styttist óðum í páska og eins og undanfarin ár vinna starfsmenn Nóa Siríus nú hörðum höndum við framleiðslu á sérmerktu páskaeggjunum sem send innan skamms til heimilismanna og starfsmanna á Hrafnistuheimilunum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ.
 
Hvert og eitt páskaegg inniheldur sérprentaðan málshátt sem eru jafn fjölbreyttir að innihaldi og þeir eru margir. Málshættirnir koma víða að úr Hrafnistusamfélaginu, enda húmor og hugmyndaflug heimilisfólks jafnt sem starfsfólks víða með skrautlegasta móti í frumsömdu málsháttunum.
 
Dæmi um það eru t.d. málshættirnir „Betra er að vera prýddur gáfum en gjörvileika á Hrafnistu“ og „Sjaldan er góður matur of oft tugginn á Hrafnistu“ Svo er þessi góður: „Margur er gikkur þótt hann sé gamall á Hrafnistu“ Þetta eru bara örfá dæmi sem við stöndumst ekki að leka hér á fésinu. 

Síða 144 af 145

Til baka takki