Jólaþorp Hrafnistu í Reykjavík
Hið árlega jólaþorp Hrafnistu í Reykjavík verður opið á Helgafelli 4.hæð fimmtudaginn 3. desember og föstudaginn 4. desember. Opnunartími er frá kl. 10:00 - 15:30.
Fjölbreytt handverk og ýmsar vörur heimilismanna og starfsmanna til sölu á góðu verði.
Tilvalið að versla jólagjafirnar í ár í jólaþorpinu.
Heitt á könnunni og allir velkomnir!