Fréttasafn

Jólaþorp Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Hið árlega jólaþorp Hrafnistu í Reykjavík verður opið á Helgafelli 4.hæð fimmtudaginn 3. desember og föstudaginn 4. desember. Opnunartími er frá kl. 10:00 - 15:30.


Fjölbreytt handverk og ýmsar vörur heimilismanna og starfsmanna til sölu á góðu verði.

Tilvalið að versla jólagjafirnar í ár í jólaþorpinu.
Heitt á könnunni og allir velkomnir!

 

Lesa meira...

Pétur frá Möguleikhúsinu í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík með leikritið Aðventa

Lesa meira...

Pétur Eggerz frá Möguleikhúsinu fór á kostum þegar hann kom í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík með leikritið Aðventa, þann 1. desember sl.

Aðventa, eftir Gunnar Gunnarsson í leikgerð og leikstjórn Öldu Arnardóttur, er án efa vinsælasta saga Gunnars Gunnarssonar og er enn gefin út í stórum upplögum víða um lönd.

Vinnumaðurinn Benedikt fer til fjalla í vetraríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið. Það er köllun hans að koma þessum villuráfandi sauðum í öruggt skjól fyrir hátíðirnar. Klassísk saga um náungakærleika og fórnfýsi.

 

Lesa meira...

Jóladagskrá iðjuþjálfunar Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Það er alltaf nóg um að vera í jólamánuðinum á Hrafnistu og má þar m.a. nefna jólakortagerð, piparkökubakstur, jólakaffiklúbbur, jólaglögg og jólaslökun.

Einnig má nefna ýmsar uppákomur eins og t.d. kynningu og upplestur úr bókum, söngur og tónlist ýmiskonar.

 

Jóladagskrá Hrafnistu í Reykjavík má skoða með því að smella hér

Margrét Brynjólfsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Margrét Brynjólfsdóttir og Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna
Lesa meira...

Margrét Brynjólfsdóttir, sjúkraliði á Báruhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Hrafnista Reykjavík - nýr aðstoðardeildarstjóri á Sólteigi/Mánateigi

Lesa meira...

Anna Sigríður Þorleifsdóttir hjúkrunarfræðingur á Lækjartorgi/Viðey/Engey hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á  sameinaða deild Sólteigs og Mánateigs á Hrafnistu í Reykjavík.

Hún hefur störf þann 4. janúar 2016. Anna Sigríður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá University college Lillebælt 2011.  Við óskum henni velfarnaðar í nýju starfi á Sólteig/Mánateig.

 

 

 

Sala á handverki Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

Þriðjudaginn 1. desember nk. ætlar heimilisfólk og aðrir þjónustunotendur að vera með sölu á ýmsu handverki og öðrum munum í Minningastofunni, 1. hæð Hrafnistu Hafnarfirði, milli kl. 10:00 - 14:00.

 

Sjá nánar hér

 

Síða 164 af 178

Til baka takki