Sala á handverki Hrafnistu Hafnarfirði verður á morgun, miðvikudaginn 2. desember
Handverskssalan sem vera átti í dag, þriðjudaginn 1. desember, færist yfir á morgundaginn vegna veðurs.
Handverskssalan sem vera átti í dag, þriðjudaginn 1. desember, færist yfir á morgundaginn vegna veðurs.
Anna Sigríður Þorleifsdóttir hjúkrunarfræðingur á Lækjartorgi/Viðey/Engey hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á sameinaða deild Sólteigs og Mánateigs á Hrafnistu í Reykjavík.
Hún hefur störf þann 4. janúar 2016. Anna Sigríður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá University college Lillebælt 2011. Við óskum henni velfarnaðar í nýju starfi á Sólteig/Mánateig.
Í vikunni kom fríður hópur barna í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði og söng nokkur jólalög fyrir heimilisfólk. Eftir sönginn var boðið upp á piparkökur og mandarínur.
Þriðjudaginn 1. desember nk. ætlar heimilisfólk og aðrir þjónustunotendur að vera með sölu á ýmsu handverki og öðrum munum í Minningastofunni, 1. hæð Hrafnistu Hafnarfirði, milli kl. 10:00 - 14:00.
Aðventumessa verður haldin á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 29. nóvember kl. 11 í Menningarsalnum 1. hæð.
Hrafnistukórinn syngur
Kórstjóri er Böðvar Magnússon
Einsöng syngur Guðmundur Ólafsson
Edda Magnúsdóttir les ljóð
Ritningarlestra lesa Birna J. Jónsdóttir og María Haraldsdóttir
Meðhjálpari er Guðmundur Ólafsson
Sr. Svanhildur Blöndal Prédikar og þjónar fyrir altari
Heimilisfólk, aðstandendur og starfsfólk eru sérstaklega boðin velkomin.
Aðventumessa verður haldin á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 29. nóvember kl. 14 í samkomusalnum Helgafelli 4. hæð.
Organisti: Magnús Ragnarsson
Kór: Félagar úr Kammerkór Áskirkju og söngfélagar Hrafnistu syngja
Prestur: Sr. Svanhildur Blöndal
Jólaþorp Hrafnistu í Reykjavík verður opið fimmtudaginn 3. desember og föstudaginn 4. desember í Helgafelli 4. hæð kl. 10:00 - 15:30.
Þar verður hægt að kaupa handverk heimilismanna og starfsmanna á góðu verði. Tilvalið að kaupa jólagjafirnar þar í ár og njóta jólagleðinnar.
Kráarkvöld var haldið á Hrafnistu í Hafnarfirði í gærkvöldi og eins og sést á meðfylgjandi myndum var mikið fjör og mikið stuð. Þessi kvöld eru alltaf sérlega skemmtileg og vel heppnuð.
https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1630825353848011/
Í dag voru kynntar á Hrafnistu Reykjavík breytingar á hjúkrunardeildum heimilisins og stöðum stjórnenda þeirra.
Undanfarið hafa verið fimm hjúkrunar- og dvalardeildir á Hrafnistu í Reykjavík, en þeim var fækkað úr sex síðast liðið vor. Til samanburðar hafa fjórar deildir í Hafnarfirði í áraraðir, verið að sinna jafnmörgum íbúum.
Þar sem við erum alltaf að leita leiða til að gera starfsemina enn markvissari, hefur verið ákveðið að fækka deildum í Reykjavík um eina til samræmis við starfsemina í Hafnarfirði.
Frá og með næstu áramótum verða starfræktar fjórar hjúkrunar- og dvalardeildir á Hrafnistu í Reykjavík í stað fimm.
Deildirnar Sólteigur og Mánateigur (H-álma) sameinast í eina deild frá næstu áramótum.
Við óskum Þorbjörgu, Gunnhildi, Eygló og Þóru heilla í nýjum stöðum og sendum góðar sameiningarkveðjur á Sólteig og Mánateig!
Síða 165 af 178