Fréttasafn

Hrafnista Reykjavík - nýr aðstoðardeildarstjóri á Sólteigi/Mánateigi

Lesa meira...

Anna Sigríður Þorleifsdóttir hjúkrunarfræðingur á Lækjartorgi/Viðey/Engey hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á  sameinaða deild Sólteigs og Mánateigs á Hrafnistu í Reykjavík.

Hún hefur störf þann 4. janúar 2016. Anna Sigríður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá University college Lillebælt 2011.  Við óskum henni velfarnaðar í nýju starfi á Sólteig/Mánateig.

 

 

 

Sala á handverki Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

Þriðjudaginn 1. desember nk. ætlar heimilisfólk og aðrir þjónustunotendur að vera með sölu á ýmsu handverki og öðrum munum í Minningastofunni, 1. hæð Hrafnistu Hafnarfirði, milli kl. 10:00 - 14:00.

 

Sjá nánar hér

 

Aðventumessa á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. nóvember 2015

Lesa meira...

Aðventumessa verður haldin á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 29. nóvember kl. 11 í Menningarsalnum 1. hæð.

Hrafnistukórinn syngur

Kórstjóri er Böðvar Magnússon

Einsöng syngur Guðmundur Ólafsson

Edda Magnúsdóttir les ljóð

Ritningarlestra lesa Birna J. Jónsdóttir og María Haraldsdóttir

Meðhjálpari er Guðmundur Ólafsson

Sr. Svanhildur Blöndal Prédikar og þjónar fyrir altari

 

Heimilisfólk, aðstandendur og starfsfólk eru sérstaklega boðin velkomin.

 

Sjá nánar hér

 

Jólaþorp Hrafnistu í Reykjavík 3. og 4. desember 2015

Lesa meira...

Jólaþorp Hrafnistu í Reykjavík  verður opið fimmtudaginn 3. desember og  föstudaginn 4. desember í Helgafelli 4. hæð kl. 10:00 - 15:30.

Þar verður hægt að kaupa handverk heimilismanna og starfsmanna á góðu verði. Tilvalið að kaupa jólagjafirnar þar í ár og njóta jólagleðinnar.

 

Sjá nánar hér

 

 

 

Breytingar á stjórnendum og skipulagi hjúkrunardeilda Hrafnistu Reykjavík

Lesa meira...

Í dag voru kynntar á Hrafnistu Reykjavík breytingar á hjúkrunardeildum heimilisins og stöðum stjórnenda þeirra.

Undanfarið hafa verið fimm hjúkrunar- og dvalardeildir á Hrafnistu í Reykjavík, en þeim var fækkað úr sex síðast liðið vor. Til samanburðar hafa fjórar deildir í Hafnarfirði í áraraðir, verið að sinna jafnmörgum íbúum.

Þar sem við erum alltaf að leita leiða til að gera starfsemina enn markvissari, hefur verið ákveðið að fækka deildum í Reykjavík um eina til samræmis við starfsemina í Hafnarfirði.

Frá og með næstu áramótum verða starfræktar fjórar hjúkrunar- og dvalardeildir á Hrafnistu í Reykjavík í stað fimm.

Deildirnar Sólteigur og Mánateigur (H-álma) sameinast í eina deild frá næstu áramótum.
 

Lesa meira...
 
Þorbjörg Sigurðardóttir verður deildarstjóri sameinaðrar deildar Sólteigs og Mánateigs, en Þorbjörg hefur verið deildarstjóri á Mánateig síðan í vor. Hún var áður deildarstjóri á Engey/ Viðey. 
Lesa meira...
 
Gunnhildur Björgvinsdóttir deildarstjóri á Sólteigi flytur sig um set og tekur við stöðu deildarstjóra á Vitatorgi um næstu áramót.
Lesa meira...
 
Jóhanna Davíðsdóttir, sem hefur verið deildarstjóri á Vitatorgi lætur af störfum nú um áramótin af eigin ósk og þökkum við henni glæst störf í þágu Vitatorgs og Hrafnistu.
Lesa meira...
 
Eygló Tómasdóttir aðstoðardeildarstjóri á Lækjartorgi/Engey/Viðey tekur við starfi deildarstjóra á sömu deild frá næstu áramótum.
Lesa meira...Þóra Geirsdóttir deildarstjóri á Lækjartorgi/Viðey/Engey tekur við nýrri stöðu verkefnastjóra heilbrigðissviðs ásamt að vera áfram staðgengill forstöðumanns á Hrafnistu í Reykjavík. Um er að ræða nýtt starf í skipuriti Hrafnistu og heyrir það undir Heilbrigðissvið. Þóra mun í samvinnu við framkvæmdastjóra heilbrigðissviðs bera ábyrgð á samræmingu og samþættingu á heilbrigðisþjónustu innan Hrafnistuheimilanna, ásamt innleiðingu og framkvæmd á samræmdri stefnu Hrafnistu. Hún mun einnig taka þátt í stefnumótun, markmiðasetningu og áætlanagerð sem snýr að Heilbrigðissviði Hrafnistu. Verkefnastjóri heilbrigðissviðs verður einnig sérstakur ráðgjafi þegar kemur að RAI – skráningu og öðru er viðkemur RAI á Hrafnistuheimilunum.

 

Við óskum Þorbjörgu, Gunnhildi, Eygló og Þóru heilla í nýjum stöðum og sendum góðar sameiningarkveðjur á Sólteig og Mánateig!

 

Síða 165 af 178

Til baka takki