Fréttasafn

Markviss notkun tónlistar hjá einstaklingum með alzheimer, heilabilun og þunglyndi

Lesa meira...

Á Hrafnistu í Hafnarfirði stendur til að nota markvisst tónlist í iðjuþjálfun hjá einstaklingum með alzheimer, heilabilun og þunglyndi. Tónlistin er nú þegar stór hluti í daglegu starfi Hrafnistu en nú langar okkur að prófa að vinna meira út frá tónlistarsmekk hvers og eins með það í huga að það auki vellíðan og lífsgæði einstaklingsins.

 

Nánari umfjöllun má lesa með því að velja linkinn hér fyrir neðan

http://lifdununa.is/grein/tonlist-gledur-alzheimersjuklinga

 

Fjölþjálfi að gjöf frá Lionsklúbbi Hafnarfjarðar

F.v. Ellert Eggertsson, Pétur Magnússon og Bryndís Fanný Guðmundsdóttir
Lesa meira...

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar er dyggur stuðningsaðili endurhæfingardeildarinnar á Hrafnistu í Hafnarfirði og hefur um nokkurra ára skeið gefið deildinni veglegar og glæsilegar gjafir. Má í því sambandi nefna fullkominn laser, æfingatæki í tækjasalinn ásamt meðferðarbekk. Í vor sem leið færðu Lionsfélagarnir endurhæfingardeildinni fjölþjálfa af tegundinni Nustep T5XR ásamt fylgihlutum sem er kærkomin búbót við góðan tækjakost deildarinnar og þjálfunarúrræði fyrir breiðan hóp þjónustuþega Hrafnistu. Í þakkarskyni var Lionsfélögum boðið til kvöldverðar á Hrafnistu í haust þar sem tækið var formlega afhent. Bryndís Fanný Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari á Hrafnistu segir ómetanlegt að eiga velgjörðarmenn sem þessa og Lionsklúbbi Hafnarfjarðar verði seint fullþakkaður sá stuðningur sem klúbburinn hafi veitt til aukins endurhæfingarstarfs á Hrafnistu. 

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar Ellert Eggertsson, fyrrv. formaður Lionssklúbbs Hafnarfjarðar, afhenti nýja fjölþjálfann formlega 8. október. Við honum tóku fyrir hönd Hrafnistu þau Pétur Magnússon forstjóri og Bryndís Fanný Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari.

Einnig má sjá þegar Magnús Ingjaldsson félagi í Lions mátaði sig við nýja fjölþjálfann.

Lesa meira...

Háskólaskemmtun á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Hópur úr verkefnastjórnun í Háskóla Íslands stóð fyrir viðburði á kaffihúsinu Skálafelli, Hrafnistu í Reykjavík í vikunni. Kórfélagar úr Söngskóla Sigurðar Demetz sungu og Háskólakórinn brýndi raust sína. Óperusöngvarar tóku lagið og lesin voru ljóð. Dansarar frá Háskólanum stigu einnig á stokk og sýndu dans við glymjandi rokkmúsík. Lífleg og skemmtileg uppákoma sem viðstaddir heimilismenn höfðu gaman af að njóta. 

 

Lesa meira...

Kósý sunnudagur á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Starfsfólkinu á Sjávar- og Ægishrauni, Hrafnistu Hafnarfirði, áskotnaðist svolítið af suðusúkkulaði um helgina sem ákveðið var að nýta í að búa til heitt súkkulaði. Að sjálfsögðu var það svo borið fram með þeyttum rjóma.

 Eins og sjá má á myndunum vakti þetta mikla lukku meðal heimilisfólks.

 

Lesa meira...

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar - kynning á starfsemi Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

Í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar þann 27. október sl. stóð iðjuþjálfunin á Hrafnistu í Hafnarfiði að kynningu á starfsemi sinni.

Á kynningunni mátti sjá m.a. sýnishorn frá ýmsum meðferðarformum, hjálpartækjum og matstækjum. Einnig var hægt að  skoða myndir frá daglegu starfi iðjuþjálfa.

Allir voru velkomnir og var ánægjulegt að sjá hversu vel tókst til og voru gestir mjög áhugasamir.

Hér má sjá nokkrar myndir af uppstillingunum.

Lesa meira...

Framtíðarþing um farsæla öldrun

Lesa meira...

Framtíðarþing um farsæla öldrun verður haldið í Þjónustumiðstöð aldraðra á Selfossi, Grænumörk 5, mánudaginn 16. nóvember nk. kl. 16:30 - 20:30.

 

MARKMIÐ ÞINGSINS:

Skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál, væntingar og viðhorf til efri áranna.

Vekja jákvæða athygli á eldri borgurum, stöðu þeirra og hvernig þeir líta á mál sín til framtíðar.

 

Óskað er eftir þátttakendum úr eftirfarandi hópum:

75 ára og eldri

55-75 ára

55 ára og yngri

Starfsfólk sem tengist öldrunarmálum

 

Skráning sendist á netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 693 9508 eigi síðar en 10. nóvember nk. Athugið að takmarkaður fjöldi er í hverjum hóp. Taka þarf fram nafn, kennitölu og síma. Þátttaka er öllum heimil og án endurgjalds.

Boðið verður upp á veitingar.

 

Sjá nánar meðfylgjandi auglýsingu

Síða 166 af 178

Til baka takki