Stólayoga á Hrafnistu í Hafnarfirði
Helena Björk Jónasdóttir, íþróttakennari á Hrafnistu í Hafnarfirði, bauð upp á stólayoga í Menningarsalnum á dögunum við góðar undirtektir.
Helena Björk Jónasdóttir, íþróttakennari á Hrafnistu í Hafnarfirði, bauð upp á stólayoga í Menningarsalnum á dögunum við góðar undirtektir.
Það er alltaf nóg um að vera á Hrafnistu. Meðfylgjandi eru myndir úr starfinu á Hrafnistu í Reykjavík.
Lára G. Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, hélt fróðlegan fyrirlestur á Hrafnistu í Hafnarfirði í gær um heilsuna, svefninn og áhrifaþætti sem hafa áhrif á heilsuna okkar. Íbúar fjölmenntu í Menningarsalinn og voru ánægðir með fræðsluna.
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini hjá konum. Átakið nær hámarki föstudaginn 16. október hér hjá okkur á Hrafnistuheimilunum þegar ALLIR, bæði starfsfólk og heimilisfólk, er hvatt til að klæðast bleiku til að sýna málefninu samstöðu
Eldhúsin láta ekki sitt eftir liggja og boðið verður upp á bleika sósu með hádegismatnum, bleikan ís og vínarbrauð með bleikum glassúr.
Í Hafnarfirði verður einnig bleikur dansleikur eftir hádegið þar sem meðal annars Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ætlar að líta við.
Undanfarið hafa heimilin verið skreytt með bleikum lit sem skapar skemmtilega stemningu eins og myndirnar hér fyrir neðan, frá Hrafnistu í Hafnarfirði, sýna.
Að gefnu tilefni viljum við benda á að verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands sem nú stendur yfir á ýmsum ríkisstofnunum á ekki við á Hrafnistuheimilunum. Starfsemi Hrafnistuheimilanna er því með venjubundnum hætti, enda eru þau ekki ríkisstofnanir.
Haustfagnaður var haldinn á Hrafnistu Hlévangi fimmtudaginn 8. október sl. Veislustjóri var Sigurður Grétar Sigurðsson, Þjóðlagasveitin Hrafninn lék nokkur lög og Dói og Baldvin léku fyrir dansi af sinni alkunnu snilld.
Meðfylgjandi eru myndir frá haustfagnaðinum.
Haustfagnaður Hrafnistu í Kópavogi verður haldinn fimmtudaginn 15. október nk. í félagsmiðstöðinni Boðanum. Dagskráin hefst með fordrykk kl. 17:30 og borðhald hefst kl. 18:00.
Í meðfylgjandi auglýsingum má finna nánari dagskrá og upplýsingar um skráningu og miðakaup fyrir eftirtalda aðila:
Heimilismenn Hrafnistu í Kópavogi
Guðsþjónusta verður haldin sunnudaginn 4. október kl. 14 í samkomusalnum Helgafelli.
Félagar úr Kammerkór Áskirkju syngja ásamt söngfélögum Hrafnistu.
Organisti er Magnús Ragnarsson.
Ritningarlestra lesa Edda Jóhannesdóttir og Kristín Guðjónsdóttir
Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari.
Fimmtudaginn 8. október 2015 verður haldinn haustfagnaður heimilismanna og starfsmanna á Hrafnistu Hlévangi. Haustfagnaðurinn hefst með fordrykk kl. 17:30.
Miðar eru til sölu hjá Sveindísi og/eða Guðlaugu dagana 25. september - 5. október. Hver heimilismaður getur boðið með sér einum gest. Miðaverð fyrir gesti er kr. 4.000.-
Síða 169 af 178