Fréttasafn

Fyrirlestur á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Lára G. Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, hélt fróðlegan fyrirlestur á Hrafnistu í Hafnarfirði í gær um heilsuna, svefninn og áhrifaþætti sem hafa áhrif á heilsuna okkar. Íbúar fjölmenntu í Menningarsalinn og voru ánægðir með fræðsluna.

Lesa meira...

Bleiki dagurinn á Hrafnistu – föstudaginn 16. október

Lesa meira...

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini hjá konum. Átakið nær hámarki föstudaginn 16. október hér hjá okkur á Hrafnistuheimilunum þegar ALLIR, bæði starfsfólk og heimilisfólk, er hvatt til að klæðast bleiku til að sýna málefninu samstöðu

Eldhúsin láta ekki sitt eftir liggja og boðið verður upp á bleika sósu með hádegismatnum, bleikan ís og vínarbrauð með bleikum glassúr.

Í Hafnarfirði verður einnig bleikur dansleikur eftir hádegið þar sem meðal annars Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ætlar að líta við.

 

Undanfarið hafa heimilin verið skreytt með bleikum lit sem skapar skemmtilega stemningu eins og myndirnar hér fyrir neðan, frá Hrafnistu í Hafnarfirði, sýna.

 

Lesa meira...

Ekkert verkfall á Hrafnistu

Lesa meira...

Að gefnu tilefni viljum við benda á að verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands sem nú stendur yfir á ýmsum ríkisstofnunum á ekki við á Hrafnistuheimilunum. Starfsemi Hrafnistuheimilanna er því með venjubundnum hætti, enda eru þau ekki ríkisstofnanir.

 

Síða 169 af 178

Til baka takki