Fréttasafn

Tvenn platínuhjón fagna 70 ára hjúskap - Þurftu forsetaleyfi til að fá að gifta sig.

Lesa meira...
Lykillinn að hjónabandshamingjunni er að rífast sjaldan og tala frekar saman.
„Ein þeirra eru þau Ásbjörn Guðmundsson og Guðrún Sigurðardóttir sem giftu sig 14. júlí 1945 með forsetaleyfi upp á vasann. Brúðurin var þá nýorðin tvítug, brúðguminn var 19 ára og vegna ungs aldurs þurfti leyfisbréf frá Sveini Björnssyni, forseta Íslands. „Ég þurfti að fara út á Bessastaði og tala við forsetann,“ segir Ásbjörn þegar hann rifjar þetta upp. „Hann sagði að þetta væri allt í lagi og þetta gekk allt eins og í sögu.“ Veislan var haldin á heimili foreldra Guðrúnar og ungu hjónin fengu margt nytsamlegt að gjöf, m.a. sparistell, potta og pönnur.
 
Lesa meira...

Ís í sólarblíðu á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Á blíðviðrisdegi á dögunum sendi Emmessís heldur betur  glaðning til heimilisfólks á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hvorki meira né minna en 300 stk af ljúffengum íspinnum. Við þökkum þeim kærlega fyrir góðmennskuna og þessa rausnarlegu gjöf.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum gladdi þetta svo sannarlega heimilisfólkið á sólríkum sumardegi.

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri iðjuþjálfunar Hrafnistu Reykjanesbæ

Erla Dürr Magnúsdóttir hefur verið ráðinn deildarstjóri iðjuþjálfunar á Hrafnistu Reykjanesbæ. Hún útskrifaðist með B.S. gráðu úr iðjuþjálfunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri 2010 og hefur undanfarin 5 ár starfað sem iðjuþjálfi við LSH.

Erla tekur við af Guðbjörgu Láru, deildarstjóra iðjuþálfunar, þann 1. september næstkomandi. Um leið og við óskum Guðbjörgu Láru velfarnarðar, þar sem hún heldur á vit ævintýra út í heim, bjóðum við Erlu velkomna í Hrafnistu hópinn.

Nýr hjúkrunardeildarstjóri tekur við Báruhrauni, 4. hæð Hrafnistu í Hafnarfirði

Anný Lára Emilsdóttir
Lesa meira...

Anný Lára Emilsdóttir sérfræðingur í öldrunarhjúkrun hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á Báruhrauni, 4. hæð Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún mun hefja störf í haust og taka við af Elínu Stefánsdóttur sem ætlar að hverfa til annarra starfa eftir langt og farsælt starf hjá Hrafnistu.

Anný Lára hefur undanfarin ár verið teymisstjóri hjá heimahjúkrun Garðabæjar. Hún hefur mikla reynslu af hjúkrun aldraðra, hefur m.a. starfað sem hjúkrunarfræðingur á Sóltúni og  á líknardeild öldrunar- og þvagfæraskurðdeild LSH.

Anný Lára lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2003, MS prófi frá sama skóla 2011 og fékk sérfræðileyfi í öldrunarhjúkrun frá Embætti landlæknis 2014.

Hún sat í stýrihópi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um eflingu öldrunarhjúkrunar 2014-2015 og átti sæti í stjórn Fagdeildar öldrunarhjúkrunar 2011-2015.

Anný Lára hefur haldið ýmsa fyrirlestra og skrifað tímaritsgreinar um málefni aldraðra.

Við bjóðum Anný Láru velkomna í Hrafnistuhópinn!

 

 

 

 

 

 

Grein um kynlíf aldraðra

Erna Indriðadóttir, ritstjóri vefsíðunnar Lifðu Núna, hafði samband við Guðrúnu Jóhönnu Hallgrímsdóttur iðjuþjálfa á Hrafnistu í Hafnarfirði í kjölfar greinar sem birtist á vefsíðunni föstudaginn 26. júní sl. 

Umræðuefnið var kynlíf aldraðra, sérstaklega hjá þeim sem nú eru búsettir á öldrunarheimilum. Það virðist enn vera mikið feimnismál fyrir marga, starfsmenn og aldraða og því oft erfitt að ræða ef eitthvað er.  Vonandi kemur það til með að breytast með aukinni umræðu á málefninu. 

Viðtalið sem Erna tók við Guðrúnu má finna með því að velja slóðina hér fyrir neðan.

 http://lifdununa.is/grein/thorf-fyrir-kynlif-fylgir-manneskjunni-alla-aevi/  

 

 

 

Góð heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík

Sérfræðingur frá Dale Carnegie kom í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík og gerði í kjölfarið þetta fallega og skemmtilega myndband. Í tilefni af 11 ára afmæli Dale Carnegie á Íslandi ákváðu samtökin að gefa til baka til samfélagsins. Þau langaði að gefa til baka til eldri borgara og var markmiðið að sýna umhyggju og einlægan áhuga, spjalla og leyfa eldra fólkinu að finna hvað þau eru mikilvæg.

 
Myndbandið er að finna á Facebook-síðu Dale Carnegie á Íslandi:
https://www.facebook.com/dalecarnegie.is/timeline

Nýr aðstoðardeildarstjóri sjúkraþjálfunardeildar á Hrafnistu í Reykjavík

Rósa Mjöll Ragnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á sjúkraþjálfunardeild  Hrafnistu í Reykjavík. Hún hefur starfað sem sjúkraþjálfari á Hrafnistu frá árinu 2008. Rósa útskrifaðist með B.S. próf  í sjúkraþjálfun árið 2002. Rósa er boðin velkomin í stjórnendahóp Hrafnistu. 

 

Síða 174 af 177

Til baka takki