Fréttasafn

Forsetaframbjóðendur mætast í keppni

Lesa meira...

For­setafram­bjóðendum var boðið að tak­ast á í sjó­mennsku­keppni í gær. Keppt var í greinum tengdum sjómennsku eins og  flök­un og hnýt­ing­um auk þess sem farið var í spurn­inga­keppni. 

Mark­miðið var að fá fram­bjóðend­ur til að tengja sig grund­vall­ar­at­vinnu­grein Íslands í gegn­um ald­irn­ar, sjáv­ar­út­vegi, sér í lagi af því til­efni að kosn­ing­ar eru dag­inn fyr­ir sjó­mannadag­inn sem nú verður hald­inn í 86. sinn. Keppn­inni stjórnaði Arí­el Pét­urs­son, formaður Sjó­mannadags­ráðs.

Sýnt var frá keppninni í beinu streymi Frambjóðendur mætast í keppni

Lesa meira...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Dagþjálfunardeildin Viðey fagnar 5 ára afmæli

Lesa meira...

Dagþjálfunin Viðey er starfrækt á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík. Deildin er ætluð fólki með heilabilun og hefur hún verið starfrækt í fimm ár en þeim tímamótum fagnað 6. maí síðastliðinn. Eliza Reid forsetafrú heimsótti dagþjálfunardeildina af þessu tilefni en Eliza er verndari Alzheimersamtakanna.

 

Lesa meira...

Vitinn nýr starfsmannavefur fyrir starfsfólk Hrafnistu

Lesa meira...

Í dag 30. apríl var nýr starfsmannavefur/app fyrir starfsfólk Hrafnistu tekinn í notkun. Efnt var til nafnasamkeppni fyrir vefinn í janúar sl. og bárust alls um 140 frábærar tillögur. Það er greinilega frábært hugvit og hugmyndaauðgi í starfsmannahópnum á Hrafnistu.

Margar tillögur voru tengdar við Hrafnistunafnið sjálft, aðrar við mannanöfn og enn aðrar við sjómennskuna. Eftir góða rýni og kosningu innan Hrafnistu var niðurstaðan sú að nafnið Vitinn varð fyrir valinu. Það voru tveir starfsmenn Hrafnistu sem komu með þá tillögu að nafni, þær Helga Sara Helgadóttir og Kristín Steindórsdóttir og fengu þær afhent verðlaun af því tilefni.

Vitinn verður vegvísir starfsmanna á réttar og áreiðanlegar upplýsingar um Hrafnistu, fyrir hvað við stöndum, hvernig við störfum og eftir hvaða verklagi við vinnum. Vitinn vísar okkur einnig á fræðslu og þekkingu til að efla okkur í starfi ásamt fleiri upplýsingum sem nýtast starfsfólki Hrafnistu.

Til að fagna opnun starfsmannavefsins var boðið upp á kökur á Hrafnistuheimilunum í dag.

Meðfylgjandi mynd er af vinningshöfum í nafnasamkeppninni þeim Helgu Söru Helgadóttur (t.v) og Kristínu Steindórsdóttur (t.h).

 

Lesa meira...

Hrafnista hlýtur tilnefningu sem VIRKt fyrirtæki ársins 2024

Lesa meira...

VIRK veitir þeim fyrirtækjum sem sinnt hafa samstarfinu við VIRK sérlega vel og sýnt samfélagslega ábyrgð sérstaka viðurkenningu og vilja með því hvetja önnur fyrirtæki til góðra verka.

Hrafnista hefur um langt skeið lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð og er þetta annað árið í röð sem Hrafnista hlýtur þessa tilnefningu.

Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við VIRK, það hefur svo sannarlega skilað okkur frábæru starfsfólki.

VIRKT fyrirtæki

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Ársfundur SFV 2024

Lesa meira...

 

Ársfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl kl. 14:30 - 16:30 í Laugarásbíói.

Skráning fer fram HÉR

DAGSKRÁ:

Lesa meira...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Hrafnista tekur Bara tala íslenskukennslu app í notkun

Lesa meira...

Hrafnista hefur tekið Bara tala íslenskukennslu appið í notkun fyrir starfsfólk sitt. Hjá Hrafnistu starfar stór og öflugur hópur starfsfólks með annað móðurmál en íslensku. Hrafnista leggur mikla áherslu á að styðja við starfsfólk sitt að læra íslensku og er Bara tala ætlað starfsfólki sem er á 1. og 2. stigi í íslenskukennslu á Hrafnistu. Með því að bæta appinu við er fjölbreytni aukin í íslenskukennslu og getur fólk lært íslensku hvar og hvenær sem er.

Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni þar sem áhersla er lögð á framsögn, framburð, samtöl og orðaforða. Það er von okkar að appið nýtist fólki vel til að æfa sig í öruggu umhverfi þegar þeim sjálfum hentar.

Í appinu er bæði almennur og starfstengdur orðaforði sem styrkir starfsfólk og eykur hæfni þeirra, sjálfstraust og öryggi í starfi.

Á meðfylgjandi mynd eru þær Guðlaug D. Jónasdóttir og Auður Böðvarsdóttir mannauðsráðgjafar á Hrafnistu ásamt Guðmundi Auðunssyni og Jóni Gunnari Þórðarsyni frá Bara Tala.

 

Lesa meira...

Boðaþing LÍFSHLAUPS MEISTARAR Hrafnistu 2024!

Lesa meira...

Í annað sinn á þremur árum fagnar Hrafnista Boðaþing sigri sem Lífshlaups meistarar Hrafnistu. Lífshlaupið er árlegt heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Vinnustaðakeppni í Lífshlaupinu stendur yfir í þrjár vikur í febrúar og hefur starfsfólk á Hrafnistuheimilunum ekki látið sitt eftir liggja. Stofnaðir hafa verið fjölmargir hreyfihópar innan Hrafnistu og heimilin hafa síðan keppt sín á milli um titilinn Lífshlaups meistarar Hrafnistu.

Keppnin var hörð að þessu sinni og sigurvegararnir frá í fyrra á Hrafnistu Skógarbæ börðust til síðasta blóðdropa og aðeins vantaði herslumun upp á að liðið héldi farandbikarnum áfram í Breiðholtinu. Skammt á eftir komu síðan Hrafnista Sléttuvegur og Hrafnista Ísafold. Tekið skal fram að öll heimilin stóðu sig frábærlega! Nöfn allra þátttakenda í Lífshlaupinu á Hrafnistu fóru síðan í pott og gat starfsfólk átt von á veglegum vinningum þegar dregið var af handahófi upp úr pottinum. Fjölmargir voru dregnir út og verða vinningar afhentir á næstu dögum.

Átakið lífgaði svo sannarlega upp á annars dimman febrúarmánuð og var stórkostlegt að fylgjast með frammistöðu starfsfólks.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar þátttakendur Hrafnistu í Boðaþingi (á myndina vantar fjölmargar kempur) tóku á móti farandbikarnum til varðveislu í eitt ár sem Lífshlaupsmeistarar Hrafnistu 2024.

Hrafnista óskar öllum þátttakendum til hamingju með frábæra frammistöðu!

 

Lesa meira...

Síða 3 af 177

Til baka takki