Fréttasafn

Hrafnistuheimilin hafa lokað fyrir heimsóknir næstu tvær vikurnar

Lesa meira...

 

Tilkynning frá Neyðarstjórn Hrafnistu

Öllum Hrafnistuheimilunum átta hefur verið lokað fyrir heimsóknir næstu tvær vikurnar frá og með kvöldinu í kvöld.

Í ljósi fjölda smita í samfélaginu og þess að smit eru farin að berast inn á hjúkrunarheimilin er ljóst að bregðast þarf við með enn harðari aðgerðum til að vernda viðkvæman hóp heimilanna.

Eingöngu verða veittar undanþágur í tilfellum þar sem um alvarleg veikindi er að ræða eða ef einstaklingur er kominn á lífslokameðferð.

Við þökkum kærlega fyrir þann skilning og hlýhug sem íbúar og aðstandendur hafa hingað til sýnt í orði og verki.

 

Baráttukveðjur áfram,

Með vinsemd og virðingu,

Neyðarstjórn Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Annað staðfest kórónuveirusmit á Hrafnistu Ísafold

default
Lesa meira...

 

Í dag, þriðjudaginn 6. október, var annað staðfest COVID-19 smit hjá íbúa á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ. Í samræmi við verkferla Hrafnistu hefur nú þegar verið ræst ákveðið viðbúnaðarstig þegar staðfest er um smit hjá íbúum eða starfsfólki. Unnið er eftir verklagi neyðarstjórnar Hrafnistu sem er á vakt allan sólarhringinn í tilfellum sem þessum til að tryggja sem best gæði og öryggi íbúa og starfsmanna.

Ísafold er áfram lokuð og eru allir íbúar heimilisins í sóttkví á meðan unnið er að nánari greiningu. Hrafnista vinnur nú með rakningarteymi Almannavarna að því að stöðva frekari smitútbreiðslu.

Virðingarfyllst,

Neyðarstjórn Hrafnistu

 

Lesa meira...

Erna Valdís Valdimarsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. María Fjóla, Steinunn Ósk, Erna Valdís og Hrönn.

 

Erna Valdís Valdimarsdóttir, starfsmaður á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á dögunum var Ernu Valdísi færð gjöf frá Hrafnistu í tilefni tímamótanna og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Frá vinstri eru: María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Steinunn Ósk Geirsdóttir hjúkrunardeildarstjóri, Erna Valdís og Hrönn Ljótsdóttir forstöðumaður á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ.

 

 

Lesa meira...

Skrifstofu Sjómannadasráðs og Naustavarar lokað tímabundið

 

Starfsfólk skrifstofu Sjómannadagsráðs og Naustavarar hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Skrifstofu Sjómannadasráðs og Naustavarar lokað tímabundið

Skrifstofu Sjómannadagsráðs og Naustavarar verður lokað tímabundið vegna tilmæla almannavarna til íbúa höfuðborgarsvæðisins. Verður skrifstofan lokuð út þessa viku og staðan endurmetin næstu helgi og tilkynnt um framhaldið.

Við minnum á að starfsmenn Naustavarar og Sjómannadagsráðs munu halda áfram að sinna störfum sínum eins og hægt er og þjónustusíminn 585 9300 er opinn eins og vant er. Einungis verður bráðnauðsynlegum viðhaldsverkefnum sinnt á meðan þetta ástand varir til að draga úr umgangi inn í og á milli íbúðanna.

Einnig viljum við ítreka til íbúa Naustavarar að mjög mikilvægt er að tilkynna til okkar í síma 585 9300 ef þeir fara í sóttkví vegna gruns um smit eða í einangrun vegna smits.

Að lokum viljum við þakka fyrir þolinmæðina og skilninginn sem við okkur hefur verið sýndur vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til vegna Covid-19 faraldursins og minnum alla á að fara eftir leiðbeiningum landlæknis um sóttvarnir og lágmarka heimsóknir.

 

Lesa meira...

Helga Björk Jónsdóttir sendir hvatningarorð til samstarfsfólks á Hrafnistu

 

Helga Björk Jónsdóttir, djákni og umboðsmaður íbúa og aðstandenda á Hrafnistu, sendi fallega kveðju til samstarfsfólks á Hrafnistu eftir að íbúi á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ greindist með kórónuveirusmit á dögunum.

Í ljósi atburða síðustu daga langar mig að senda ykkur kæra samstarfsfólk nokkur orð.
Þegar ég var að hugsa til ykkar í dag mundi ég eftir því hvernig alvöru perla verður til. Ef lítið sandkorn eða annað óæskilegt úr sjónum nær að skemma skelina myndast sérstakt efni til varnar skelinni og perlan byggist upp smátt og smátt innan í samlokunni. Skemmdin fær utan á sig sérstakt efni sem er inni í skelinni og líkt og einhver klæði sig í flík yfir flík verður til skínandi náttúruleg perla. Ferlið tekur langan tíma en úr skemmdinni vex mikill fjársjóður sem perlan er. Dæmið um perluna getum við notað okkur til hvatningar núna þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum tímum. Verkefnin eru stundum yfirþyrmandi en þau eru þarna eins og sandkornið. Missum ekki vonina og verum ekki óttasleginn. Ef við stöndum saman og hjálpumst að getum við á endanum fundið perluna sem erfiðleikarnir breytast í. Reynslan sem við erum að ganga í gegnum er ekki auðveld en við þurfum að vera hugrökk og standa saman og halda áfram að vinna saman að því að vernda okkar fólk. Þó við getum ekki faðmast og verið mjög nálægt hvert öðru getum við hugsað þetta í sömu átt. Sendum ljós og fallegar hugsanir hvert á annað, hvetjum, hughreystum og leyfum sandkorninu að breytast í dýrmætan fjársjóð reynslunnar. Við getum þetta saman og reynslan verður okkur dýrmæt perla.

Bestu kveðjur á ykkur öll.

Helga Björk Jónsdóttir,

Umboðsmaður íbúa og aðstandenda á Hrafnistu

 

Lesa meira...

Sigfríður Konráðsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. María Fjóla, Sigfríður og Anný Lára.

 

Sigfríður Konráðsdóttir, starfsmaður á Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Sigfríður og Anný Lára Emilsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Boðaþingi. 

 

Lesa meira...

Perla Thoa Kim Thai 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Jóhanna, María Fjóla, Aníta, Perla og Auður Björk.

 

Perla Thoa Kim Thai, starfsmaður í kaffihúsinu Skálafelli á Hrafnistu í Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Jóhanna, María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Aníta, Perla og Auður Björk Bragadóttir deildarstjóri.

 

 

 

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri iðjuþjálfunar hjá Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi

 

Kristín Thomsen hefur verið ráðin deildarstjóri iðjuþjálfunar hjá Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi og mun hún hefja störf 2. janúar 2021. Kristín útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Háskólanum á Akureyri árið 2014. Hún lauk viðbótardiplómanámi í öldrunarþjónustu frá Háskóla Íslands árið 2018.

Kristín starfaði sem iðjuþjálfi í dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma frá útskrift og fram til ársins 2016 en þá hóf hún störf sem iðjuþjálfi hjá Hrafnistu Hraunvangi og starfar þar enn.

Starfsfólk á Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi bjóða Kristínu innilega velkomna til starfa og þakka Erlu Durr Magnúsdóttur, fráfarandi deildarstjóra fyrir samstarfioð og óska henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

Lesa meira...

Nýjar heimsóknarreglur Hrafnistu taka gildi 3. október 2020

 

Neyðarstjórn Hrafnistu fundaði í morgun vegna vaxandi fjölda COVID-19 smita í samfélaginu. Ákveðið var að herða enn reglurnar, helstu breytingar eru:

  • Það má aðeins einn gestur koma til hvers íbúa, alltaf sá sami.
  • Biðlað er til einstaklinga á aldrinum18-29 ára að koma ekki í heimsókn, vegna vaxandi fjölda smita í þeim aldurshópi.
  • Biðlað er til gesta að koma sjaldnar í heimsókn, helst ekki oftar en 2 sinnum í viku.
  • Gestir mega alls ekki koma í heimsókn nema þeir séu með maska.

Nýju reglunar taka strax gildi.

 

HÉR má lesa bréfið sem sent hefur verið út til íbúa og aðstandenda.

 

 

Lesa meira...

Síða 7 af 144

Til baka takki