Fréttasafn

Namaste ráðstefna í London

Lesa meira...

Ráðstefna um Namaste meðferð fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma var haldin í London 25. september sl. en hugmyndafræði Namaste gengur út á að auka vellíðan fólks með langt gengin heilabilunarsjúkdóm. Sunnefa Lindudóttir hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu í Skógarbæ var með erindi á ráðstefnunni þar sem hún fjallaði meðal annars um innleiðingu Namaste á Hrafnistu og hvernig Hrafnista vinnur með hugmyndafræðina.
Á Hrafnistu er Namaste hugsað fyrir fólk sem getur ekki tekið þátt í hefðbundnu félagsstarfi. Aðaláherslan er kærleiksrík snerting og að vinna með skynfæri eins og t.d. lykt, tónlist og bragðskyn.

Meðfylgjandi eru myndir frá ráðstefnunni í London. Félagsráðgjafinn Joyce Simard, sem þróaði þessa hugmyndafræði, var einnig með erindi á ráðstefnunni.

 

Lesa meira...

Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði

Lesa meira...

Í grein sem birtist á visir.is í dag er rætt við Maríu Fjólu Harðardóttur forstjóra Hrafnistuheimilanna. Í greininni talar María Fjóla m.a. um hversu dýrmætt það er að búa yfir traustum og góðum mannauði og að geta sótt sérfræðiþekkingu til starfsfólks innan Hrafnistu. Hún segir frá hugmyndafræði Hrafnistu og að undanfarna mánuði hafi staðið yfir innleiðing nýrrar tækni á Hrafnistuheimilunum sem hjálpar íbúum og starfsfólki. 

Greinina í heild sinni má lesa inn á visi.is  Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði 

 

 

Lesa meira...

Rannsóknarsjoður Hrafnistu auglýsir eftir umsóknum um styrki

Lesa meira...

Rannsóknarsjóður Hrafnistu auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna verkefna tengdum öldrunarmálum. 

Markmið sjóðsins er að stuðla að nýjungum og þróun í málefnum aldraðra. Sjóðurinn er opinn öllum þeim sem stunda rannsóknir, formlegt nám eða hvað annað sem eflir þennan málaflokk hér á landi. Við hvetjum alla sem telja að verkefni þeirra styðji við þetta markmið til að sækja um styrk.

Hér má nálgast umsóknareyðublað og frekari upplýsingar um styrkinn.

Umsóknarfrestur er til 1. desember 2024. Fyrirspurnir sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn Rannsóknarsjóðs Hrafnistu

 

Lesa meira...

Alþjóðlegur dagur Alzheimer

Lesa meira...

Alþjóðlegur dagur Alzheimer var 21. september sl.  Alzheimer sjúkdómurinn er flókinn sjúkdómur sem snertir okkur öll. Aðstandendur þeirra sem greinast með sjúkdóminn þurfa mikinn og góðan stuðning í gegnum allt ferli sjúkdómsins. Mikilvægt er að þekkja einkenni heilabilunar en þau geta verið misjöfn eftir einstaklingum. Forvarnir gegn heilabilunarsjúkdómum er góð líkamleg og andleg heilsa auk félagslegrar virkni.

Alzheimer samtökin veita ýmiskonar fræðslu og ráðgjöf. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Alzheimer samtakanna

Munum þá sem gleyma

Lesa meira...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Hvernig má nýta atferlisgreiningu á mismunandi starfsvettvangi

Lesa meira...

Jóhanna Gilsdóttir atferlisfræðingur á Hrafnistu var með erindi á ráðstefnunni  EABA – The 11th Conference of European Association For Behaviour Analysis, sem haldin var í Prag á dögunum. Fjallað var um það hvernig nýta má atferlisgreiningu á mismunandi starfsvettvangi. Jóhanna fjallaði um starf klínísks atferlisfræðings á hjúkrunarheimili á Íslandi og kynnti fyrir ráðstefnugestum nokkur mál þar sem atferlis íhlutun átti sér stað.
Jóhanna starfar sem atferlisfræðingur á Hrafnistuheimilunum og vinnur m.a. með einstaklingsmiðaða nálgun við umönnun íbúa á Hrafnistu og færniþjálfun starfsmanna í samskiptum við íbúa.

 

Lesa meira...

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Lesa meira...

Þriðjudaginn 10. september var alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. Þetta er annað árið í röð sem heill mánuður er tileinkaður geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum með verkefninu Gulur september. Um er að ræða samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von þeirra að Gulur september auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna og sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Starfsfólk Hrafnistuheimilanna lét sitt ekki eftir liggja og klæddist gulu í tilefni dagsins.

Lesa meira...

Þjónustukönnun Hrafnistu 2024

Lesa meira...

Á næstu vikum stendur yfir þjónustukönnun meðal íbúa og aðstandenda Hrafnistuheimilanna. 

Tilgangurinn með þjónustukönnun er að gefa stjórnendum og starfsfólki Hrafnistu innsýn í líðan og upplifun íbúa sem búa á heimilinu, til þess að geta séð hvað vel er gert og hvað megi gera betur. 

Árið 2022 var framkvæmd sambærileg þjónustukönnun og hefur hún verið nýtt markvisst til að bæta þjónustuna við íbúa og aðra þjónustuþega Hrafnistu.

Fyrirtækið Prósent, sem er þekkingarfyrirtæki á sviði markaðsrannsókna, mun annast framkvæmd könnunarinnar og er fullum trúnaði heitið. 

Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna.

 

Fyrir hönd Hrafnistu,

Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, mannauðsstjóri

Gunnur Helgadóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu

Elva Gísladóttir, sérfræðingur og verkefnastjóri á heilbrigðissviði

 

 

 

Lesa meira...

Hrafnistu úthlutað veglegum styrk frá fagráði Fléttunnar

Lesa meira...

 

Síðastliðinn föstudag hlaut Hrafnista í annað sinn veglegan styrk frá fagráði Fléttunnar að upphæð 10 milljónir króna við hátíðlega athöfn í Djúpinu Hrafnistu Sléttuvegi. Styrkurinn mun styðja við áframhaldandi innleiðingu og þróun smáforritsins Iðunnar á öll Hrafnistuheimilin, en undanfarið ár hefur Iðunn verið innleidd  hjá Hrafnistu Sléttuvegi, Skógarbæ, Boðaþingi, Hraunvangi og á Ísafold. Þetta er í þriðja sinn sem styrkir eru veittir úr Fléttunni og í ár bárust alls 44 umsóknir og var 12 styrkjum úthlutað.

Með Fléttunni gefst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins.

Hrafnista setur sér það markmið að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar og aðstandendur upplifi öryggi, traust og vellíðan. Liður í því er að efla faglega þekkingu starfsfólks, auka starfsánægju og bæta starfsumhverfi starfsfólks. Smáforritið Iðunn er því eitt af þeim verkefnum sem mun færa okkur nær markmiðum Hrafnistu.

Iðunn leiðbeinir starfsmönnum hvernig á að þjónusta hvern og einn íbúa og ávinningurinn verður m.a. betri yfirsýn á þarfir hvers og eins, auk ýmissa annarra þátta. Iðunn mun þ.a.l. auka öryggi og gæði í þjónustunni. Þróunin á Iðunni er samstarfsverkefni Hrafnistu og Helix. Hrafnista þakkar fagráði Fléttunnar fyrir kærkominn styrk sem mun styðja við tækniþróun og aukna skilvirkni í þjónustu hjúkrunarheimila.

Þær María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistuheimilanna, Gunnur Helgadóttir framkvæmdarstjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna og Harpa Hrund Albertsdóttir hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur á heilbrigðissviði tóku við styrknum fyrir hönd Hrafnistu. Harpa hefur ásamt Maríu Hrund Stefánsdóttur, lækni og sérfræðingi á heilbrigðissviði unnið að þróun og innleiðingu Iðunnar í góðu samstarfi við starfsfólk Helix og Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Síða 2 af 178

Til baka takki