Fréttasafn

Lífið er núna dagurinn

Lesa meira...

Í gær, fimmtudaginn 9. febrúar fagnaði Kraftur fyrsta Lífið er núna deginum og að sjálfsögðu sýndum við á Hrafnistu þeim stuðning og gerðum appelsínugula litnum hátt undir höfði. Starfsfólk var hvatt til að skarta appelsínugulum fatnaði, fylgihlut eða einhverju öðru.

„Tilgangur dagsins er að minna fólk á að staldra aðeins við, njóta líðandi stundar og gefa sér tíma. Einnig er tilvalið að nýta daginn og láta gott af sér leiða, hrósa fólki og sjálfum sér. Ekki bíða eftir rétta mómentinu. Lífið er núna!“ 

 

Lesa meira...

Árlegt þorrablót á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

Árlegt þorrablót Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði fór fram fimmtudaginn 2. febrúar að viðstöddu fjölmenni íbúa og aðstandenda ásamt öðrum góðum gestum. Þeirra á meðal var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem setti blótið formlega. Hátíðarræðu kvöldsins hélt Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs og um minni karla og kvenna sáu þau Hildur Rós Guðbjargardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúar í Hafnarfirði. Matthías Ægisson spilaði á hljómborð undir borðhaldi, Þórður Marteinsson og Valbjörn Guðjónsson léku á harmonikkur á hjúkrunardeildum heimilisins þar sem íbúar fylgdust með dagskránni í beinni útsendingu og tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sá um að kom öllum í rétta stuðið fyrir dansleikinn þar sem meðlimir Silfursveiflunnar léku við hvern sinn fingur.

Við þetta tækifæri var aðal borðsalnum í Hraunvangi loksins gefið formlegt nafn þótt liðin séu 40 ár frá því að hann var tekinn í notkun en undanfarna mánuði hafa verið gerðar á honum gagngerar endurbætur og er útkoman stórglæsileg.

Borðsalurinn er á 1. hæð og skartar mörgum veglegum súlum sem bera uppi þunga hjúkrunarheimilisins á hæðunum fyrir ofan. Það þótti því vel við hæfi að nefna hinn nýuppgerða borðsal Súlnasalur. Nafnið er vel þekkt meðal Íslendinga og er í minningunni staður þar sem margur sleit dansskónum og á margar góðar minningar. Borðsalurinn er einn fárra staða á landinu sem skartar milljón dollara útsýni yfir hafið. Þar má njóta þess að horfa á sjófuglinn Súluna sveima yfir haffletinum og stinga sér á fallegum sumarkvöldum. Þar geta íbúar Hrafnistu einnig fylgst með fjölbreyttri umferð skipa og báta þar sem okkar hugrökku sjómenn draga björg í bú. Það fór því vel á því að þessi einstaki borðsalur fengi heitið Súlnasalur, enda varð nafnið ofan á í nafnasamkeppni sem haldin var meðal fulltrúa og varafulltrúa í Sjómannadagsráði. Guðni Th. Jóhannesson afhjúpaði nýja nafnið á borðsalnum en þau Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hraunvangi, María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu og Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs afhjúpuðu svo nafnið með formlegum hætti.

Lesa meira...

Anna Ruth Antonsdóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

Anna Ruth Antonsdóttir, sjúkraliði á Bylgjuhrauni Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í hvorki meira né minna en 30 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Anna Ruth fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Á myndinni eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Hildur Dögg Ásgeirsdóttir aðstoðardeildarstjóri, Eyrún Pétursdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Bylgjuhrauni, Anna Ruth og María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Lífshlaupið er hafið á Hrafnistu

Lesa meira...

Lífshlaupið er hafið og starfsfólk Hrafnistuheimilanna lætur sitt ekki eftir liggja en eins og margir vita þá hófst Lífshlaupið þann 1. febrúar sl. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Vinnustaðakeppni í Lífshlaupinu stendur yfir í þrjár vikur í febrúar.

Starfsfólk á Hrafnistu hefur undanfarin ár verið duglegt að taka þátt í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins og nú þegar hafa tæplega 270 manns skráð sig til leiks. Hrafnista hefur undanfarin ár verið í 2 eða 3 sæti í Lífshlaupinu yfir vinnustaði með 800 o.fl. starfsmenn og að sjálfsögðu stefnum við hátt þetta árið eins og alltaf. Innan Hrafnistuheimilanna fer fram spennandi innanhúss keppni og sem stendur eru10 lið að keppa sín á milli um hinn forláta Lífshlaupsbikar sem fer á milli Hrafnistuheimilanna. Á síðasta ári var það Team – Boðaþing í Kópavogi sem hreppti bikarinn. Það verður spennandi að sjá hvaða heimili hreppir bikarinn í ár.

Starfsfólk á Hrafnistu í Laugarási hópaðist í stólaleikfimi í hádeginu sl. föstudag og að sjálfsögðu var það skráð í Lífshlaupið.

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistu Hlévangi, Boðaþingi og Ísafold

Lesa meira...

Árleg þorrablót voru haldin fimmtudaginn 26. janúar sl. í hádeginu á Hrafnistu Hlévangi, Boðaþingi og Ísafold.

Á Hrafnistu Hlévangi spilaði Bragi Fannar á harmonikkuna og íbúar tóku undir með söng. Á Ísafold hélt Hjördís Geirsdóttir uppi fjörinu og í Boðaþingi sá Hörður Ólafsson um að skemmta á meðan íbúar og aðrir gestir gæddu sér á dýrindis þorramat.

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistu Sléttuvegi

Lesa meira...

Fjölmennt og glæsilegt þorrablót var haldið fimmtudaginn 26. janúar sl. á Hrafnistu Sléttuvegi. Þorrablótið fór fram í Lífsgæðakjarna Sléttunnar þar sem boðið var upp á hefðbundinn þorramat ásamt öllu tilheyrandi.

Um var að ræða fyrsta alvöru þorrablótið sem fram hefur farið á Hrafnistu Sléttuvegi frá því að heimilið opnaði í febrúar árið 2020 en það var um sama leiti og fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á Íslandi og hefur starfsemin því litast af samkomutakmörkunum meira og minna. Það var því sannarlega glatt á hjalla og mikið gleðiefni að geta loksins haldið þorrablót eins og þau gerast best hér á Hrafnistu.

Um veislustjórn sá  Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs og Guðrún Sóley Gestsdóttir stýrði söng Minni karla og kvenna ásamt Aríel. Bjartmar Guðlaugsson sá um að skemmta viðstöddum og Bragi Fannar þandi nikkuna undir borðhaldi og hélt uppi fjöri í fjöldasöng. Bryndís Rut Logadóttir flutti Minni karla og Aríel Pétursson flutti Minni kvenna ásamt því að spila á fiðlu fyrir gesti með móður sinni Helgu R. Óskarsdóttur. Dregnir voru út happdrættisvinningar og fólk skemmti sér mjög vel.

Viðburðinum var sjónvarpað upp á hjúkrunardeildar fyrir þá sem ekki sáu sér fært um að mæta á þorrablótið sjálft. 

 

Lesa meira...

Samningur við Sjómannadagsráð um rekstur Ísafoldar hjúkrunarheimilis

Lesa meira...

 

Í desember sl. endurnýjuðu Garðabær og Sjómannadagsráð samstarfssamning frá árinu 2017 um rekstur Ísafoldar hjúkrunarheimilis og dagdvalar.

Sjómannadagsráð rekur hjúkrunarheimilið Ísafold sem sjálfstæðan rekstraraðila undir merkjum Hrafnistu við Strikið 3 í Garðabæ. Í hjúkrunarheimilinu eru 60 hjúkrunarrýma og í dagdvölinni eru tuttugu rými, þar af sextán almenn og fjögur rými fyrir einstaklinga með heilabilun.

Hrafnista er í dag ein stærsta heilbrigðisstofnun landsins með starfsemi í fimm sveitarfélögum og þjóna Hrafnistuheimilin á annað þúsund öldruðum á hverjum degi. Hrafnista skuldbindur sig til að reka hjúkrunarheimilið eins markvisst og hagkvæmt og kostur er en alltaf með áherslu á markmið Hrafnistu um andlega, líkamlega og félagslega vellíðan íbúa með gildi Hrafnistu að leiðarljósi.

Hjá Hrafnistu er til staðar mikil sérþekking og reynsla sem kemur starfseminni til góða. Eins og á öðrum Hrafnistuheimilum er á Ísafold er starfrækt Hrafnistuútgáfa af „Lev og bo“ hugmyndafræði.

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistu Laugarási, Nesvöllum og Skógarbæ í hádeginu í dag

Lesa meira...

Hrafnista Laugarás, Reykjavík
„Bóndadagurinn er í dag og haldið var þorrablót með öllu tilheyrandi í hádeginu. Gígja Þórðardóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu í Laugarási flutti minni karla og Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs flutti minni kvenna. Bragi Fannar fór um húsið með nikkuna og við lukum gleðinni með sherrýstund og gítarleik Fanneyjar á Skálafelli. Óskum íslenskum karlmönnum til hamingju með daginn og þess að Þorrinn reynist góður og gjöfull.“

Hrafnista Nesvellir, Reykjanesbæ
„Hið árlega þorrablót var haldið á Nesvöllum í hádeginu í dag. Við gæddum okkur á dýrindis þorramat frá Múlakaffi og skáluðum í íslensku brennivíni og Marína kom og söng fyrir okkur með sinni undur fögru röddu.
Gaman hve margir aðstandendur gáfu sér tíma til að koma og eiga gæðastund með okkur í dag.“

Hrafnista Skógarbæ, Reykjavík
„Það hefur verið mikið um að vera hjá okkur þessa vikuna eins og oft áður. Við skelltum okkur á pílumót í gær á Hrafnistu í Hafnarfirði og etjuðum kappi við íbúana þar, fengum svo þvílíku kræsingarnar eftir að móti lauk. Við héldum svo bóndadaginn hátíðlegan í hádeginu í dag og borðuðum dýrindis þorramat og skoluðum honum niður með íslensku brennivíni.“

Meðfylgjandi myndir voru teknar í hádeginu í dag á Hrafnistu Laugarási, Nesvöllum og Skógarbæ.

 

Lesa meira...

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti Hrafnistu Hraunvang

Lesa meira...

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti Hrafnistu Hraunvang sl. þriðjudag og horfði með íbúum á leik Íslendinga og Grænhöfðaeyja í viðureign sinni á heimsmeistaramóti karla í handbolta. Í hálfleik fór Guðni á milli deilda og heilsaði upp á íbúa og ættingja. Við þökkum Guðna kærlega fyrir ánægjulega heimsókn.

 

Lesa meira...

Síða 11 af 177

Til baka takki