Fréttasafn

Tannlæknaþjónusta á Hrafnistu

Lesa meira...

Nú býðst öllum nýjum íbúum Hrafnistu á höfuðborgarsvæðinu og Reykjarnesi að fara í skoðun á Tannlæknastofum sem Hrafnista er í samstarfi við. Einnig býðst öllum þeim sem ekki hafa tök á að sækja tannlæknaþjónustu utan heimilis að fá tannlæknaþjónustu inni á heimilinu. Eftir tannlæknatímann verða útbúnar leiðbeiningar um munnhirðu íbúans og mun starfsfólk á hjúkrunardeild fylgja þeim eftir. Einnig mun koma fram hvenær íbúinn þarf næst að koma í eftirlit og hvort þörf sé á meðferð. Umboðsmenn íbúa og aðstandenda og verkefnastjóri á heilbrigðissviði sjá til þess að kynna tannlæknaþjónustuna fyrir nýjum íbúum og aðstandendum. Verkefnastjóri heilbrigðissviðs sér um tímabókanir og veitir frekari upplýsingar. Senda skal fyrirspurnir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þeir íbúar sem eru í reglulegu eftirliti hjá sínum tannlækni halda því að sjálfsögðu áfram.

 

 

Lesa meira...

Þröstur V. Söring nýr framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs

Lesa meira...

Þröstur V. Söring hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs (SDR) og tók hann til starfa nú um áramótin. Fasteignir í umsjá SDR telja um 100.000 fermetra og fyrirhugaðar eru umtalsverðar framkvæmdir á næstu misserum og árum, m.a. vegna viðhalds og stækkunar Hrafnistuheimila og byggingar leiguíbúða fyrir 60 ára og eldri á vegum Naustavarar.

Þröstur er húsasmíðameistari og byggingatæknifræðingur frá VIA University College í Danmörku. Frá árinu 2020 starfaði hann sem framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá Framkvæmdasýslunni - ríkiseignum þar sem hann fór fyrir hópi verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og annarra sérfræðinga sem stýra byggingu flestra mannvirkja sem ríkisvaldið ræðst í. Áður starfaði Þröstur hjá Isavia sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli, sérfræðingur hjá Flugmálastjórn Íslands, staðarstjóri hjá byggingarfélaginu Kambi og sem sjálfstætt starfandi byggingaverktaki.

Við bjóðum Þröst hjartanlega velkominn til starfa og væntum mikils af reynslu hans og þekkingu í þeim viðamiklu verkefnum sem eignasvið SDR tekst á við alla daga.

 

Lesa meira...

Í gamla daga snerust jólin um Guð og Jesúbarnið

Lesa meira...

 

Skemmtilegt viðtal birtist í Fréttablaðinu á dögunum við Maríu Arnlaugsdóttur sem hefur lifað hundrað jól. María er íbúi á Hrafnistu og í viðtalinu segir hún m.a. jólin í gamla daga hafa verið látlaus en hátíðleg og snúist um Jesúbarnið en að lítið fari fyrir Guði í jólum nútímans.  „Ég man fyrst eftir mér á aðfangadagskvöld árið1924.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér: Í gamla daga snérust jólin um Guð og Jesú barnið 

 

 

 

Lesa meira...

Leikskólabörn í heimsókn á Hrafnistu Hlévangi Reykjanesbæ

Lesa meira...

Það var notalegur dagur á Hlévangi í dag, jólatréð var skreytt og falleg og prúð leikskólabörn komu í heimsókn og sungu fallega jólasöngva. Jólapakkar voru opnaðir en Hrafnista gefur heimilinu gjafir sem nýtist öllum vel. Í ár komu skemmtileg spil, ölglös og vöfflujárn upp úr pökkunum. Í hádeginu voru borð dúkuð upp og Hrafnista bauð starfsfólki sínu í jólamat.

 

Lesa meira...

Jólaandi á Hrafnistu í Skógarbæ

Lesa meira...

Í dag var jólapeysudagur á Hrafnistu í Skógarbæ og Hrafnista bauð öllu starfsfólki sínu að þiggja jólamat í hádeginu, jóla skinku með sykurbrúnuðum kartöflum, eplasalati og öllu tilheyrandi.

Góðir gestir hafa heimsótt Skógarbæ síðustu vikur sem hafa sungið fyrir íbúa og starfsfólk og aðstoðað við að kalla fram sannkallaðan jólaanda.

 

Lesa meira...

Wilma P. Cortes 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Ronald, Wilma, Kristín og María Fjóla.
Lesa meira...

Wilma P. Cortes, starfsmaður í ræstingu á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Wilma fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Á myndinni eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Ronald Andre aðstoðardeildarstjóri, Wilma, Kristín Benediktsdóttir deildarstjóri ræstingar og María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Síða 12 af 177

Til baka takki