Markmið sjóðanna er að fjármagna kaup á tækjum og búnaði sem nýtist starfsemi Hrafnistu. Jafnframt er sjóðunum ætlað að standa undir kaupum á búnaði sem nýtist heimilisfólki til afþreyingar.
Öllum starfsmönnum Hrafnistu er heimilt að sækja um í sjóðina en æskilegt er að það sé gert í samráði við næsta yfirmann.
Með umsókn skal fylgja stutt greinargerð þar sem tilgreint er hvaða búnaður umsóknin er fyrir og hvernig hann muni nýtast starfsemi Hrafnistu (hvort sem er heimilisfólki eða starfsfólki).